Viðskipti innlent

Nýr markaðsstjóri Skeljungs

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Katrín var áður markaðsstjóri N1
Katrín var áður markaðsstjóri N1
Katrín M. Guðjónsdóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri Skeljungs. Undanfarin tvö ár hefur Katrín starfað sem markaðsstjóri hjá Innnes. Katrín starfaði þar áður sem markaðsstjóri hjá N1 og starfaði þar á árunum 2008-2013. Katrín er með MBA gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og B.A. gráðu í grafískri hönnun og markaðsfræði. Þetta segir í tikynningu frá Skeljungi.

Katrín er gift Pétri Arasyni og eiga þau þrjú börn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×