Iðnaðarráðherra tekur undir gagnrýni forstjóra Epal á Isavia Birgir Olgeirsson skrifar 23. ágúst 2015 11:52 Eyjólfur Pálsson, forstjóri Epal, segir forsvarsmenn Isavia, sem annast rekstur og uppbyggingu allra flugvalla á Íslandi, hægt og rólega vera að átta sig á því að þeir gerðu mistök með því að halda ekki íslenskri hönnun í verslunarrými Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Þetta sagði Eyjólfur í umræðuþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Epal rak verslun í flugstöðinni í átta ár þar sem fyrirtækið seldi íslenska hönnun samhliða erlendri merkjavöru. Þegar verslunarrými í flugstöðinni var boðið út í fyrra sótti fyrirtækið um að vera áfram þar með verslun en fékk ekki. Eyjólfur sagði fyrirtækið hafa fengið tilkynningu um ákvörðun Isavia í gegnum tölvpóst klukkutíma áður en blaðamannafundur hófst þar sem tilkynnt var hvaða fyrirtæki fengu verslunarrými í flugstöðinni.Urðu undir „Við urðum undir. Það voru aðrir valdir í plássið en það var enginn valinn til að sinna íslenskri hönnun. Henni var bara hent út,“ sagði Eyjólfur í Sprengisandi en tók fram að ýmsir smærri aðilar selji íslenska hönnun í flugstöðinni en ekki í eins stórum stíl og Epal sem rekur þrjár verslanir á höfuðborgarsvæðinu.„Náttúrlega fáránlegt“ „Þetta er náttúrlega fáránlegt og ég held að þeir hjá Isavia séu búnir að uppgötva að þetta voru stór mistök hjá þeim. Ég held að þeir séu búnir að uppgötva að það verður að selja íslenska hönnun,“ sagði Eyjólfur og tók fram að málið snúist ekki um að Epal fái að selja íslenska hönnun í flugstöðinni heldur að það verði einfaldlega boðið upp á slíka hönnun, sama hvaða aðili gerir það. Hann á von á því að Isavia gerir breytingar á þessu fyrirkomulagi á næstunni en hann sagðist hafa rætt þetta mál við forsvarsmenn opinbera fyrirtækisins.Ráðherra tekur undir hvert orð Eyjólfs Þessi ummæli hans hafa nú þegar vakið talsverða athygli og hefur Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra vakið athygli á þeim á Facebook-síðu sinni en þar segist hún taka undir hvert orð Eyjólfs. „Það verður athyglisvert að sjá framhaldið í flugstöðinni - mér fannst Eyjólfur vera að boða fréttir í þeim efnum“Tek undir hvert orð hjá Eyjólfi og það var fróðlegt að hlusta á viðtalið við hann. Það verður athyglisvert að sjá framhaldið í flugstöðinni - mér fannst Eyjólfur vera að boða fréttir í þeim efnumPosted by Ragnheiður Elín Árnadóttir on Sunday, August 23, 2015 Tengdar fréttir ISAVIA afhendir ekki forvalsgögn Kaffitárs Málið á leið fyrir dómstóla. 14. ágúst 2015 16:27 Kaffitár krefst afhendingar gagna frá ISAVIA með aðför Kaffitár hefur leitað til sýslumanns um að hann krefjist þess að gögn frá ISAVIA vegna útboðs í Leifsstöð verði afhent. 18. ágúst 2015 12:46 Fullyrðir að engum gögnum hafi verið eytt Forsvarsmenn Isavia sögðu í bréfi í febrúar að afritum hafi verið eytt og frumgögn hafi verið endursend. 20. ágúst 2015 12:15 Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Eyjólfur Pálsson, forstjóri Epal, segir forsvarsmenn Isavia, sem annast rekstur og uppbyggingu allra flugvalla á Íslandi, hægt og rólega vera að átta sig á því að þeir gerðu mistök með því að halda ekki íslenskri hönnun í verslunarrými Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Þetta sagði Eyjólfur í umræðuþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Epal rak verslun í flugstöðinni í átta ár þar sem fyrirtækið seldi íslenska hönnun samhliða erlendri merkjavöru. Þegar verslunarrými í flugstöðinni var boðið út í fyrra sótti fyrirtækið um að vera áfram þar með verslun en fékk ekki. Eyjólfur sagði fyrirtækið hafa fengið tilkynningu um ákvörðun Isavia í gegnum tölvpóst klukkutíma áður en blaðamannafundur hófst þar sem tilkynnt var hvaða fyrirtæki fengu verslunarrými í flugstöðinni.Urðu undir „Við urðum undir. Það voru aðrir valdir í plássið en það var enginn valinn til að sinna íslenskri hönnun. Henni var bara hent út,“ sagði Eyjólfur í Sprengisandi en tók fram að ýmsir smærri aðilar selji íslenska hönnun í flugstöðinni en ekki í eins stórum stíl og Epal sem rekur þrjár verslanir á höfuðborgarsvæðinu.„Náttúrlega fáránlegt“ „Þetta er náttúrlega fáránlegt og ég held að þeir hjá Isavia séu búnir að uppgötva að þetta voru stór mistök hjá þeim. Ég held að þeir séu búnir að uppgötva að það verður að selja íslenska hönnun,“ sagði Eyjólfur og tók fram að málið snúist ekki um að Epal fái að selja íslenska hönnun í flugstöðinni heldur að það verði einfaldlega boðið upp á slíka hönnun, sama hvaða aðili gerir það. Hann á von á því að Isavia gerir breytingar á þessu fyrirkomulagi á næstunni en hann sagðist hafa rætt þetta mál við forsvarsmenn opinbera fyrirtækisins.Ráðherra tekur undir hvert orð Eyjólfs Þessi ummæli hans hafa nú þegar vakið talsverða athygli og hefur Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra vakið athygli á þeim á Facebook-síðu sinni en þar segist hún taka undir hvert orð Eyjólfs. „Það verður athyglisvert að sjá framhaldið í flugstöðinni - mér fannst Eyjólfur vera að boða fréttir í þeim efnum“Tek undir hvert orð hjá Eyjólfi og það var fróðlegt að hlusta á viðtalið við hann. Það verður athyglisvert að sjá framhaldið í flugstöðinni - mér fannst Eyjólfur vera að boða fréttir í þeim efnumPosted by Ragnheiður Elín Árnadóttir on Sunday, August 23, 2015
Tengdar fréttir ISAVIA afhendir ekki forvalsgögn Kaffitárs Málið á leið fyrir dómstóla. 14. ágúst 2015 16:27 Kaffitár krefst afhendingar gagna frá ISAVIA með aðför Kaffitár hefur leitað til sýslumanns um að hann krefjist þess að gögn frá ISAVIA vegna útboðs í Leifsstöð verði afhent. 18. ágúst 2015 12:46 Fullyrðir að engum gögnum hafi verið eytt Forsvarsmenn Isavia sögðu í bréfi í febrúar að afritum hafi verið eytt og frumgögn hafi verið endursend. 20. ágúst 2015 12:15 Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Kaffitár krefst afhendingar gagna frá ISAVIA með aðför Kaffitár hefur leitað til sýslumanns um að hann krefjist þess að gögn frá ISAVIA vegna útboðs í Leifsstöð verði afhent. 18. ágúst 2015 12:46
Fullyrðir að engum gögnum hafi verið eytt Forsvarsmenn Isavia sögðu í bréfi í febrúar að afritum hafi verið eytt og frumgögn hafi verið endursend. 20. ágúst 2015 12:15