Hrun á hlutabréfamörkuðum vegna Kína Samúel Karl Ólason skrifar 24. ágúst 2015 14:30 Fjárfestir í Tælandi fylgist með ástandi markaða. Vísir/EPA Dagurinn hefur verið rauður í kauphöllum víða um heim og hafa hlutabréf lækkað mikið í verði. Vísitala Kína, Shanghai Composite, hafði í lok viðskiptadags í Asíu lækkað um 8,5 prósent. Það er versti dagur vísitölunnar frá 2007. Fjölmiðlar ytra kalla daginn: „The Great Fall of China“. Í kjölfar þess hafa markaðir í Evrópu einnig lækkað. Vísitalan FTSE 100 í London hefur lækkað um rúm fimm prósent og stærstu markaðir Frakklands og Þýskalands hafa lækkað um sjö og sex prósent. Á Keldunni má einnig sjá að dagurinn í dag hefur verið rauður í kauphöllinni hér heima. Fjárfestar hafa áhyggjur af hagvexti í Kína, öðru stærsta hagkerfi heimsins, en þar er beðið eftir aðgerðum frá ríkisstjórn Kína. Sérfræðingar höfðu búist við því að Seðlabanki Kína myndi lækka vexti en það hefur ekki verið gert. Í kjölfar verðlækkana í Asíu hafa hlutabréf í Bandaríkjunum hríðfallið í verði. Dow Jones vísitalan lækkaði um 4,1 prósent í dag en viðskiptadeginum er ekki lokið þar. Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Dagurinn hefur verið rauður í kauphöllum víða um heim og hafa hlutabréf lækkað mikið í verði. Vísitala Kína, Shanghai Composite, hafði í lok viðskiptadags í Asíu lækkað um 8,5 prósent. Það er versti dagur vísitölunnar frá 2007. Fjölmiðlar ytra kalla daginn: „The Great Fall of China“. Í kjölfar þess hafa markaðir í Evrópu einnig lækkað. Vísitalan FTSE 100 í London hefur lækkað um rúm fimm prósent og stærstu markaðir Frakklands og Þýskalands hafa lækkað um sjö og sex prósent. Á Keldunni má einnig sjá að dagurinn í dag hefur verið rauður í kauphöllinni hér heima. Fjárfestar hafa áhyggjur af hagvexti í Kína, öðru stærsta hagkerfi heimsins, en þar er beðið eftir aðgerðum frá ríkisstjórn Kína. Sérfræðingar höfðu búist við því að Seðlabanki Kína myndi lækka vexti en það hefur ekki verið gert. Í kjölfar verðlækkana í Asíu hafa hlutabréf í Bandaríkjunum hríðfallið í verði. Dow Jones vísitalan lækkaði um 4,1 prósent í dag en viðskiptadeginum er ekki lokið þar.
Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira