Allverulega langt sund í annað hrun Þórgnýr Albert Einarsson skrifar 25. ágúst 2015 07:00 Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB. Rauðar tölur blöstu við á skjáum kauphalla víða um heim í gær á degi sem fjölmiðlar innan lands sem utan kölluðu svartan mánudag. Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands lækkaði um 2,52 prósent eftir að mikil lækkun hlutabréfamarkaða í Kína smitaði út frá sér. Kauphöllin í Sjanghæ lækkaði um 8,49 prósent og var dagurinn sá svartasti, eða öllu heldur rauðasti, í kauphöllinni frá árinu 2007. Rauðar tölur eru gjarnan notaðar til að tákna verðlækkun hlutabréfa og lækkun vísitalna. Sjanghæ-vísitalan hafði hækkað um nærri sjötíu prósent frá áramótum en er sú lækkun nær öll gengin til baka í kjölfar mikils falls síðustu mánaða. Fallið í gær dró dilk á eftir sér og smitaði verulega út frá sér til annarra landa. Hlutabréfavísitölur helstu viðskiptavelda heimsins féllu, þó mismikið. Sérfræðingur hjá greiningardeild Íslandsbanka segir fréttirnar ekki góðar fyrir fyrirtæki á borð við Marel, sem sækja á Asíumarkað. Hann segir menn þó of upptekna af einstökum dögum og gleymi því að hlutabréf séu langtímafjárfesting. Aðspurður um framhaldið segir hann allverulega langt sund í annað hrun. „Í samhengi íslenska markaðarins er þetta ekki nema lítið brot af þeim hækkunum sem hafa átt sér stað það sem af er ári,“ segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands, en eftir gærdaginn nemur hækkun Úrvalsvísitölu kauphallarinnar nítján prósentum á árinu.Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands„Þetta er svolítið svakalegur dagur. Þetta eru meiriháttar lækkanir í Kína og svo sjáum við áhrifin og vigtina sem Kína hefur í viðbrögðum annarra markaða,“ segir Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB, eignastýringarþjónustu Íslandsbanka. „Þetta er einn stakur dagur, við höfum stundum séð virkilega svarta daga í kauphöllum heimsins og það sem er spennandi að sjá er annars vegar hvernig markaðurinn bregst við á morgun og hins vegar hvernig opinberir aðilar bregðast við.“ „Lækkunin í dag er í rauninni bara Ísland að fylgja erlendum mörkuðum og er engin ástæða til að halda að þetta sé fyrirboði hruns,“ bætir Björn við sem segist þó ekki ætla að draga úr því hve slæmur gærdagurinn var. Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Rauðar tölur blöstu við á skjáum kauphalla víða um heim í gær á degi sem fjölmiðlar innan lands sem utan kölluðu svartan mánudag. Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands lækkaði um 2,52 prósent eftir að mikil lækkun hlutabréfamarkaða í Kína smitaði út frá sér. Kauphöllin í Sjanghæ lækkaði um 8,49 prósent og var dagurinn sá svartasti, eða öllu heldur rauðasti, í kauphöllinni frá árinu 2007. Rauðar tölur eru gjarnan notaðar til að tákna verðlækkun hlutabréfa og lækkun vísitalna. Sjanghæ-vísitalan hafði hækkað um nærri sjötíu prósent frá áramótum en er sú lækkun nær öll gengin til baka í kjölfar mikils falls síðustu mánaða. Fallið í gær dró dilk á eftir sér og smitaði verulega út frá sér til annarra landa. Hlutabréfavísitölur helstu viðskiptavelda heimsins féllu, þó mismikið. Sérfræðingur hjá greiningardeild Íslandsbanka segir fréttirnar ekki góðar fyrir fyrirtæki á borð við Marel, sem sækja á Asíumarkað. Hann segir menn þó of upptekna af einstökum dögum og gleymi því að hlutabréf séu langtímafjárfesting. Aðspurður um framhaldið segir hann allverulega langt sund í annað hrun. „Í samhengi íslenska markaðarins er þetta ekki nema lítið brot af þeim hækkunum sem hafa átt sér stað það sem af er ári,“ segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands, en eftir gærdaginn nemur hækkun Úrvalsvísitölu kauphallarinnar nítján prósentum á árinu.Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands„Þetta er svolítið svakalegur dagur. Þetta eru meiriháttar lækkanir í Kína og svo sjáum við áhrifin og vigtina sem Kína hefur í viðbrögðum annarra markaða,“ segir Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB, eignastýringarþjónustu Íslandsbanka. „Þetta er einn stakur dagur, við höfum stundum séð virkilega svarta daga í kauphöllum heimsins og það sem er spennandi að sjá er annars vegar hvernig markaðurinn bregst við á morgun og hins vegar hvernig opinberir aðilar bregðast við.“ „Lækkunin í dag er í rauninni bara Ísland að fylgja erlendum mörkuðum og er engin ástæða til að halda að þetta sé fyrirboði hruns,“ bætir Björn við sem segist þó ekki ætla að draga úr því hve slæmur gærdagurinn var.
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira