Lækkun olíuverðs kemur útgerðinni vel Heimir Már Pétursson skrifar 26. ágúst 2015 18:53 Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri SFS Mikil lækkun á heimsmarkaðsverði á olíu kemur útgerðinni verulega til góða en kaup á henni eru stærsti kostnaðarliður útgerðarinnar á eftir launum. Vöruskiptasamningar við Nígeríu, sem skortir gjaldeyrir, koma vart til greina vegna upplausnar í stjórnmálum landsins. Olíutunnan kostaði rúma hundrað dollara fyrir tæpu ári. En á undanförnum vikum hefur verðið nánast hrapað eða um 30 prósent og undanfarna daga hefur verðið verið undir fimmtíu dollurum. Olíuverðið skiptir miklu máli fyrir útgerðina í landinu. Olíuverð á heimsmörkuðum í dag hefur verið á bilinu 39 til rúmlega 43 dollarar og sumir spá því að það eigi eftir að lækka enn meira á næstu mánuðum.Hvað er olían stór hluti af rekstrarkostnaði útgerðarinnar á Íslandi?„Við áætlum að það sé í venjulegu ári í kringum 20 prósent af útgerðarkostnaði. Þannig að hún er verulegur hluti, næst stærsti útgjaldaliðurinn á eftir launum,“ segir Kolbeinn Árnason framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS).Það hlýtur þá að muna um það núna þegar heimsmarkaðsverðið á olíunni hefur nánast hrunið á undanförnum vikum?„Já, það eru að sjálfsögðu jákvæðar fréttir fyrir útgerðina þó þetta hafi ýmsar afleiddar afleiðingar í för með sér eins og við þekkjum í Rússlandi og Nígeríu sem eru okkar markaðslönd,“ segir Kolbeinn og vísar þá til lokunar markaða fyrir makríl í þessum löndum. Útflutningur á olíu skiptir Rússa og Nígeríumenn, aðalkaupendur á íslenskum makríl, miklu máli varðandi útflutningstekjur, sem eðli málsins samkvæmt hafa hrunið. Til að mynda gera rússnesk fjárlög þessa árs ráð fyrir að meðalverð á olíu verði 90 dollarar á þessu ári. Kolbeinn segir að það eigi við um útgerðina eins og bíleigendur að lækkun olíuverðs á heimsmarkaði skili sér ekki öll. „Og við erum að meta það að þótt olían hafi lækkað u.þ.b. 50 prósent á heimsmarkaði erum við að horfa á lækkun upp á nær 20 prósentum miðað við forsendur dagsins í dag,” segir Kolbeinn. Engu að síður skipti þessi olíuverðslækkun verulega miklu máli fyrir útgerðina þótt ekki hafi verið reiknað út hvort hún vegi að fullu upp á móti tekjutapi af makrílnum. Á tímum Sovétríkjanna voru gerðir vöruskiptasamningar við Sovétmenn sem borguðu fyrir fisk með bílum og olíu. Nú eiga Nígeríumenn lítinn gjaldeyri en gnægt olíu. Kolbeinn segir slíka samninga ekki góða í heimi frjálsra viðskipta og að auki sé ástandið í Nígeríu erfitt til samninga. „Þar er ekki starfandi ríkisstjórn. Það að ná samskiptum inn í opinberar stofnanir er nánast útilokað. Þannig að koma nokkrum samningum í kring er í besta falli flókið,” segir Kolbeinn Árnason. Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Mikil lækkun á heimsmarkaðsverði á olíu kemur útgerðinni verulega til góða en kaup á henni eru stærsti kostnaðarliður útgerðarinnar á eftir launum. Vöruskiptasamningar við Nígeríu, sem skortir gjaldeyrir, koma vart til greina vegna upplausnar í stjórnmálum landsins. Olíutunnan kostaði rúma hundrað dollara fyrir tæpu ári. En á undanförnum vikum hefur verðið nánast hrapað eða um 30 prósent og undanfarna daga hefur verðið verið undir fimmtíu dollurum. Olíuverðið skiptir miklu máli fyrir útgerðina í landinu. Olíuverð á heimsmörkuðum í dag hefur verið á bilinu 39 til rúmlega 43 dollarar og sumir spá því að það eigi eftir að lækka enn meira á næstu mánuðum.Hvað er olían stór hluti af rekstrarkostnaði útgerðarinnar á Íslandi?„Við áætlum að það sé í venjulegu ári í kringum 20 prósent af útgerðarkostnaði. Þannig að hún er verulegur hluti, næst stærsti útgjaldaliðurinn á eftir launum,“ segir Kolbeinn Árnason framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS).Það hlýtur þá að muna um það núna þegar heimsmarkaðsverðið á olíunni hefur nánast hrunið á undanförnum vikum?„Já, það eru að sjálfsögðu jákvæðar fréttir fyrir útgerðina þó þetta hafi ýmsar afleiddar afleiðingar í för með sér eins og við þekkjum í Rússlandi og Nígeríu sem eru okkar markaðslönd,“ segir Kolbeinn og vísar þá til lokunar markaða fyrir makríl í þessum löndum. Útflutningur á olíu skiptir Rússa og Nígeríumenn, aðalkaupendur á íslenskum makríl, miklu máli varðandi útflutningstekjur, sem eðli málsins samkvæmt hafa hrunið. Til að mynda gera rússnesk fjárlög þessa árs ráð fyrir að meðalverð á olíu verði 90 dollarar á þessu ári. Kolbeinn segir að það eigi við um útgerðina eins og bíleigendur að lækkun olíuverðs á heimsmarkaði skili sér ekki öll. „Og við erum að meta það að þótt olían hafi lækkað u.þ.b. 50 prósent á heimsmarkaði erum við að horfa á lækkun upp á nær 20 prósentum miðað við forsendur dagsins í dag,” segir Kolbeinn. Engu að síður skipti þessi olíuverðslækkun verulega miklu máli fyrir útgerðina þótt ekki hafi verið reiknað út hvort hún vegi að fullu upp á móti tekjutapi af makrílnum. Á tímum Sovétríkjanna voru gerðir vöruskiptasamningar við Sovétmenn sem borguðu fyrir fisk með bílum og olíu. Nú eiga Nígeríumenn lítinn gjaldeyri en gnægt olíu. Kolbeinn segir slíka samninga ekki góða í heimi frjálsra viðskipta og að auki sé ástandið í Nígeríu erfitt til samninga. „Þar er ekki starfandi ríkisstjórn. Það að ná samskiptum inn í opinberar stofnanir er nánast útilokað. Þannig að koma nokkrum samningum í kring er í besta falli flókið,” segir Kolbeinn Árnason.
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira