Vilja að skipulag lóðar Landsbankans við Hörpu verði endurskoðað Aðalsteinn Kjartansson skrifar 27. ágúst 2015 08:47 Lóðin þar sem áætlað er að nýjar höfðustöðvar Landsbankans rísi. vísir/valli Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur vilja að unnið verði með Landsbankanum að því að finna viðunandi framtíðarstaðsetningu fyrir höfuðstöðvar bankans í borginni. Fulltrúarnir, þau Júlíus Vífill Ingvarsson og Herdís Anna Þorvaldsdóttir, vilja að skipulag lóðar bankans á Austurbakkanum verði endurskoðað og að efnt verði til samkeppni um nýtingu lóðarinnar. Þá verði leitað eftir hugmyndum frá fagfólki og almenningi um hvernig lóðin muni nýtast best í heildarsamhengi miðborgarinnar. Fulltúrar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun á fundi umhverfis-og skipulagsráðs í gær sem svar við bókun sjálfstæðismannanna: „Umrædd lóð er í samþykktu skipulagi og er á forræði Landsbankans. Ríki og borg seldu lóðina til bankans eftir útboð árið 2013. Skipulagsáætlanir hafa gert ráð fyrir að byggt verði á lóðinni allt frá því að tónlistarhúsi þjóðarinnar, Hörpu var valinn staður á svæðinu. Uppbygging á lóðinni er mikilvæg, svo þarna verði ekki áfram hola, stórt sár í borgarmyndinni. Þá er líka æskilegt að þarna verði um fjölmennan vinnustað að ræða, sem verður bakland þjónustu og verslunar í miðborginni. Afar mikilvægt er að jarðhæðir nýbyggingarinnar verði opin og lifandi almenningsrými, eins og skipulagið gerir ráð fyrir. Best færi á því að sem allra stærsti hluti jarðahæðanna yrði þannig. Mælist umhverfis- og skipulagsráð til að því verði beint til lóðahafa en vísar fyrirliggjandi tillögu að öðru leyti frá.“ Tengdar fréttir Kostnaðarsöm frestun uppbyggingar á Hörpu-reitnum Reykjavíkurborg verður af tugum ef ekki hundruðum milljónum króna í fasteignagjöld frestist framkvæmdir á Hörpu-reitnum til lengri tíma. 9. ágúst 2015 20:30 Borgaryfirvöld vilja að nýjar höfuðstöðvar rísi á Hörpureitnum Formaður borgarráðs Reykjavíkur segir ekki eftirsóknarvert að Hörpureiturinn standi tómur um ókomna tíð, verði fallið frá áformum um að byggja nýjar höfuðstöðvar Landsbankans á svæðinu. Borgin vilji sjá nýjar höfuðstöðvar rísa á reitnum. 10. ágúst 2015 13:08 Nýju höfuðstöðvarnar kosta það sama og rekstur útibús í 100 til 150 ár Stjórnarþingmaðurinn Ásmundur Einar Daðason, sem jafnframt er aðstoðarmaður forsætisráðherra, segir fyrirhugaðar höfuðstöðvar Landsbankans hreina og klára ögrun við almenning. 27. júlí 2015 19:37 Landsbankinn: Hagnaðist um 12,4 milljarða króna á fyrri helmingi árs Hreinar vaxtatekjur voru 16,2 milljarðar króna og hækka um 6% á milli tímabila. 20. ágúst 2015 17:08 Landsbankinn íhugar að hætta við byggingu höfuðstöðva Hönnunarsamkeppni um fyrirhugaða byggingu höfuðstöðva Landsbankans í miðbæ Reykjavíkur átti að hefjast síðar í þessum mánuði en hefur verið frestað. 8. ágúst 2015 19:50 Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur vilja að unnið verði með Landsbankanum að því að finna viðunandi framtíðarstaðsetningu fyrir höfuðstöðvar bankans í borginni. Fulltrúarnir, þau Júlíus Vífill Ingvarsson og Herdís Anna Þorvaldsdóttir, vilja að skipulag lóðar bankans á Austurbakkanum verði endurskoðað og að efnt verði til samkeppni um nýtingu lóðarinnar. Þá verði leitað eftir hugmyndum frá fagfólki og almenningi um hvernig lóðin muni nýtast best í heildarsamhengi miðborgarinnar. Fulltúrar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun á fundi umhverfis-og skipulagsráðs í gær sem svar við bókun sjálfstæðismannanna: „Umrædd lóð er í samþykktu skipulagi og er á forræði Landsbankans. Ríki og borg seldu lóðina til bankans eftir útboð árið 2013. Skipulagsáætlanir hafa gert ráð fyrir að byggt verði á lóðinni allt frá því að tónlistarhúsi þjóðarinnar, Hörpu var valinn staður á svæðinu. Uppbygging á lóðinni er mikilvæg, svo þarna verði ekki áfram hola, stórt sár í borgarmyndinni. Þá er líka æskilegt að þarna verði um fjölmennan vinnustað að ræða, sem verður bakland þjónustu og verslunar í miðborginni. Afar mikilvægt er að jarðhæðir nýbyggingarinnar verði opin og lifandi almenningsrými, eins og skipulagið gerir ráð fyrir. Best færi á því að sem allra stærsti hluti jarðahæðanna yrði þannig. Mælist umhverfis- og skipulagsráð til að því verði beint til lóðahafa en vísar fyrirliggjandi tillögu að öðru leyti frá.“
Tengdar fréttir Kostnaðarsöm frestun uppbyggingar á Hörpu-reitnum Reykjavíkurborg verður af tugum ef ekki hundruðum milljónum króna í fasteignagjöld frestist framkvæmdir á Hörpu-reitnum til lengri tíma. 9. ágúst 2015 20:30 Borgaryfirvöld vilja að nýjar höfuðstöðvar rísi á Hörpureitnum Formaður borgarráðs Reykjavíkur segir ekki eftirsóknarvert að Hörpureiturinn standi tómur um ókomna tíð, verði fallið frá áformum um að byggja nýjar höfuðstöðvar Landsbankans á svæðinu. Borgin vilji sjá nýjar höfuðstöðvar rísa á reitnum. 10. ágúst 2015 13:08 Nýju höfuðstöðvarnar kosta það sama og rekstur útibús í 100 til 150 ár Stjórnarþingmaðurinn Ásmundur Einar Daðason, sem jafnframt er aðstoðarmaður forsætisráðherra, segir fyrirhugaðar höfuðstöðvar Landsbankans hreina og klára ögrun við almenning. 27. júlí 2015 19:37 Landsbankinn: Hagnaðist um 12,4 milljarða króna á fyrri helmingi árs Hreinar vaxtatekjur voru 16,2 milljarðar króna og hækka um 6% á milli tímabila. 20. ágúst 2015 17:08 Landsbankinn íhugar að hætta við byggingu höfuðstöðva Hönnunarsamkeppni um fyrirhugaða byggingu höfuðstöðva Landsbankans í miðbæ Reykjavíkur átti að hefjast síðar í þessum mánuði en hefur verið frestað. 8. ágúst 2015 19:50 Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Kostnaðarsöm frestun uppbyggingar á Hörpu-reitnum Reykjavíkurborg verður af tugum ef ekki hundruðum milljónum króna í fasteignagjöld frestist framkvæmdir á Hörpu-reitnum til lengri tíma. 9. ágúst 2015 20:30
Borgaryfirvöld vilja að nýjar höfuðstöðvar rísi á Hörpureitnum Formaður borgarráðs Reykjavíkur segir ekki eftirsóknarvert að Hörpureiturinn standi tómur um ókomna tíð, verði fallið frá áformum um að byggja nýjar höfuðstöðvar Landsbankans á svæðinu. Borgin vilji sjá nýjar höfuðstöðvar rísa á reitnum. 10. ágúst 2015 13:08
Nýju höfuðstöðvarnar kosta það sama og rekstur útibús í 100 til 150 ár Stjórnarþingmaðurinn Ásmundur Einar Daðason, sem jafnframt er aðstoðarmaður forsætisráðherra, segir fyrirhugaðar höfuðstöðvar Landsbankans hreina og klára ögrun við almenning. 27. júlí 2015 19:37
Landsbankinn: Hagnaðist um 12,4 milljarða króna á fyrri helmingi árs Hreinar vaxtatekjur voru 16,2 milljarðar króna og hækka um 6% á milli tímabila. 20. ágúst 2015 17:08
Landsbankinn íhugar að hætta við byggingu höfuðstöðva Hönnunarsamkeppni um fyrirhugaða byggingu höfuðstöðva Landsbankans í miðbæ Reykjavíkur átti að hefjast síðar í þessum mánuði en hefur verið frestað. 8. ágúst 2015 19:50