Enski boltinn

Munum ekki sakna Cech

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Þegar allt lék í lyndi hjá þessum.
Þegar allt lék í lyndi hjá þessum. Vísir/Getty
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að hann muni ekki koma til með að sakna þess að hafa Petr cech hjá félaginu eftir að gengið var frá kaupunum á Asmir Begovic. Begovic mun leika fyrsta leik sinn í byrjunarliði ensku meistaranna gegn Manchester City um næstu helgi eftir að Thibaut Courtois, aðalmarkvörður Chelsea, var rekinn af velli í leik gegn Swansea um helgina.

Ákvörðun Chelsea um að selja Cech til Arsenal sem hefur um árabil verið einn besti markvörður deildarinnar vakti mikla athygli enda ekki á hverjum degi sem leikmenn ganga í sölum og kaupum á milli þessara erkifjenda. Portúgalski knattspyrnustjórinn vildi að Cech myndi leika út samning sinn í bláu en eigandi félagsins, Roman Abrahimovic, samþykkti söluna á tékkneska markverðinum til Arsenal.

Það verður því mikil pressa á Begovic næstu helgi í heimsókn á Etihad vellinum en Mourinho sagði í viðtölum eftir leikinn gegn Swansea að hann hefði ekki áhyggjur af markmannsstöðunni. Félagið hefði gengið frá kaupunum á Begovic til þess að taka stöðu tékkneska markavarðarins og að hans væri ekki saknað á Brúnni.

„Við söknum ekki Petr, við erum með tvo frábæra markverði hjá okkur sem gerir það að verkum að við söknum hans ekkert. Ég var ánægður að félagið gekk frá kaupunum á Asmir strax í stað þess að ljúka þessu undir lok félagsskiptagluggans því ég get treyst á Asmir í næsta leik. Eina vandamálið með Petr er að við vorum að styrkja mótherja okkar,“ sagði Mourinho.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×