Viðskipti innlent

Atlantsolía lækkar

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Íslensku olíufélögin hafa verið gagnrýnd fyrir að skila lækkuðu olíuverði hægt til neytenda en vera fljót til hækkana þegar verð á heimsmarkaði hækkar.
Íslensku olíufélögin hafa verið gagnrýnd fyrir að skila lækkuðu olíuverði hægt til neytenda en vera fljót til hækkana þegar verð á heimsmarkaði hækkar. VÍSIR/GVA
Atlantsolía lækkaði bensínverð um fjórar krónur á lítra og dísilolíu um þrjár krónur í gærkvöldi. Bensínlítrinn hjá félaginu kostar nú röskar 215 krónur og dísillítrinn röskar 196 krónur. Í tilkynningu frá félaginu segir að verð á bensínlítranum hafi lækkað um 10 krónur  frá 1. júlí og dílilolían um 15 krónur. Þennan sama dag í fyrra hafi bensínlítrinn kostað 30 krónum meira en nú og dísillítrinn 15 krónum meira. 

Íslensku olíufélögin hafa verið gagnrýnd fyrir að skila lækkuðu olíuverði hægt til neytenda en vera fljót til hækkana þegar verð á heimsmarkaði hækkar. 

Verðbólga á ársgrundvelli verður um 1,8 prósent um næstu mánaðamót ef spá Capacent gengur eftir sem gerir ráð fyrir að verlagsvísitala lækki um 0,1 prósentustg frá því í júlí. 

Gert er ráð fyrir minni hækkun flugfargjalda í ágúst en í júlí eða um 17 prósent á móti 33 prósenta hækkun þeirra í júlí. Það vegur hins vegar þungt að olíuverð hefur farið hríðlækkandi að undanförnu eða um 22 prósent frá því í júnímánuði. Verð á olíu sé nú um 13 prósentum lægra en að meðaltali í júlí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×