Viðskipti innlent

Heildarafli íslenskra fiskiskipa í júlí jókst á milli ára

Atli Ísleifsson skrifar
Flatfiskafli jókst um rúm 1.500 tonn, og er það mest vegna aukins grálúðuafla, en hann meira en tvöfaldaðist frá júlí 2014.
Flatfiskafli jókst um rúm 1.500 tonn, og er það mest vegna aukins grálúðuafla, en hann meira en tvöfaldaðist frá júlí 2014. Vísir/Pjetur
Heildarafli íslenskra fiskiskipa var tæplega 95 þúsund tonn í júlí 2015 sem er rúmlega 3.500 tonnum meira en í júlí 2014.

Þetta kemur fram í frétt Hagstofunnar. Þar segir að heildarlöndun á botnfiski hafi aukist um 8,9 prósent samanborið við júlí 2014.

„Flatfiskafli jókst um rúm 1.500 tonn, og er það mest vegna aukins grálúðuafla, en hann meira en tvöfaldaðist frá júlí 2014. Uppsjávarafli var svipaður og í sama mánuði fyrir ári. Humarafli var 18% minni en í júlí 2014 en rækjuafli jókst um 22%

Metið á föstu verði minnkaði aflinn í júlí 2015 um 4,2% miðað við júlí 2014.

Á síðustu 12 mánuðum hefur heildaraflamagn aukist um tæp 251 þúsund tonn, sem er 23,3% meira magn en á sama tímabili árið áður. Mest aukning varð í löndun á uppsjávarafla, sem var rúmum 274 þúsund tonnum meiri á tímabilinu ágúst 2014 - júlí 2015 en á fyrra 12 mánaða tímabili.“

Nánar má lesa um afla íslenskra fiskiskipa í frétt Hagstofunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×