Viðskipti innlent

Íslendingar versla í gríð og erg

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Verslun hefur aukist talvert á milli ára.
Verslun hefur aukist talvert á milli ára. Vísir/Haraldur Jónasson
Aukning var í verslun á Íslandi í júlí á þessu ári samanborið við sama mánuð í fyrra. Helst er aukningin í verslun með áfengi, skóbúnað, raftæki og byggingarvörur

Samkvæmt gögnum frá Rannsóknarsetri verslunarinnar jókst verslun með áfengi um 15% frá því í júli í fyrra þó hafi verði auðvitað í huga að í ár var síðasti dagur júlímánaðar föstudagurinn fyrir verslunarmannahelgina og er áfengisverslun alltaf mikil fyrir þá helgi. Á síðasta ári var föstudagurinn fyrir verslunarmannahelgina fyrsti dagur ágústmánaðar.

Skóverslun jókst mikið eða um 19,1% frá júlímánuði í fyrra. Athygli vekur að skóverð er um 11,4% lægra í ár en á sama tíma í fyrra og því ljóst að Íslendingar hafi nýtt sér tækifærið til þess að endurnýja skóbúnað sinn.

Talsverð aukning var á sölu raftækja, bæði stærri sem minni. Sala á stærri raftækjum jókst um 17% og á þeim minni um 20%. Vörugjöld á raftæki voru lögð niður frá og með sl. áramótum og því hafa raftæki mörg hver lækkað í verði.

Meira hefur verið um byggingarframkvæmdir og viðhald í júlí í ár en í fyrra. Verslun með byggingarvöru jókst um 12% og því ljóst að landsmenn hafa verið duglegir við að byggja palla, sinna sumarbústaðinum og þess háttar í sumar.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×