Viðskipti innlent

Steinar Þór hættur í stjórn VÍS

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Steinar Þór Guðgeirsson er hæstaréttalögmaður á lögmannastofunni Íslög. Hann var formaður skilanefndar Kaupþings um tíma.
Steinar Þór Guðgeirsson er hæstaréttalögmaður á lögmannastofunni Íslög. Hann var formaður skilanefndar Kaupþings um tíma. Vísir/GVA
Steinar Þór Guðgeirsson hefur sagt sig úr stjórn Vátryggingafélags Íslands. Sendi hann VÍS uppsögn sína í dag og gildir hún frá og með deginum í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá VÍS.

Eftir úrsögn Steinars Þórs skipa þau Ásta Dís Óladóttir, Bjarni Brynjólfsson, Guðrún Þorgeirsdóttir og Helga Jónsdóttir stjórnina. Varamenn eru þau Ásta Sólilja Sigurbjörnsdóttir og Davíð Harðarson.

Hvorki náðist í Steinar Þór né Sigrúnu Rögnu Ólafsdóttur við vinnslu fréttarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×