Viðskipti innlent

IKEA innkallar næturljós vegna hættu á rafstuði

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Verslun IKEA í Garðabæ.
Verslun IKEA í Garðabæ. Vísir/Anton Brink
IKEA hvetur viðskiptavini sem eiga PATRULL næturljós til þess að hætta notkun þess tafarlaust og skila því í verslunina, þetta segir í tilkynningu frá IKEA.

Borist hefur tilkynning erlendis um barn sem fiktaði við ljósið í innstungunni með þeim afleiðingum að fremsti hluti þess datt af og barnið fékk rafstuð í fingur og sýnilega áverka. PATRULL næturljósið hefur verið selt í Evrópu og Norður-Ameríku frá árinu 2013.

Hægt er að skila PATRULL næturljósinu í verslun IKEA og fá það endurgreitt að fullu og ekki er nauðsynlegt að sýna kvittun fyrir kaupum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×