Viðskipti innlent

Síminn uppfærir farsímakerfið

óli kristján ármannsson skrifar
Charlotta Sund, framkvæmdastjóri Ericsson í Norður-Ameríku og Mið-Asíu, og Orri Hauksson, forstjóri Símans, handsala samninginn.
Charlotta Sund, framkvæmdastjóri Ericsson í Norður-Ameríku og Mið-Asíu, og Orri Hauksson, forstjóri Símans, handsala samninginn. Mynd/Síminn
Síminn hefur gert nýjan fimm ára samstarfssamning við tæknifyrirtækið Ericsson um frekari útbreiðslu og öflugra farsímanet Símans hér á landi. „Samhliða uppsetningu 4G LTE-snjallsenda verður farsímakerfið allt uppfært til að tryggja uppbyggingu netkerfis á heimsmælikvarða,“ segir í tilkynningu. Ericsson leggur til allan fjarskiptabúnað og sameiginlegt miðlægt kerfi farsíma.

Haft er eftir Orra Haukssyni, forstjóra Símans, að Ericsson sé einn mikilvægasti samstarfsaðili Símans til áratuga. „Með þessum samningi tryggjum við áframhaldandi öflugt og sveigjanlegt samstarf í þágu neytenda,“ segir hann.

Þá kemur fram að 40 prósent af allri farsímaumferð í heiminum fari um netkerfi frá Ericsson, en það sé tvöfalt meira en næsti keppinautur státi af.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×