Viðskipti innlent

Parki kaupir Persíu

óli kristján ármannsson skrifar
Teppa- og mottuverslunin Persía er rekin sem sérdeild inni í Parka í Kópavogi.
Teppa- og mottuverslunin Persía er rekin sem sérdeild inni í Parka í Kópavogi. Mynd/Parki
Persía, sérverslun með stök teppi og mottur, er flutt í verslun Parka við Dalveg í Kópavogi í kjölfar þess að Bitter, rekstrarfélag Parka, keypti Persíu í vor. Fram kemur í tilkynningu að Persía komi til með að halda sérkennum og nafni á nýja staðnum.

Persía var stofnuð 1965 og var fyrstu árin til húsa á Laugavegi 31, en hefur gegnum árin gengið í gegnum nokkra flutninga og eigandaskipti. Fram kemur að Sigurður Sigurðsson hafi rekið Persíu frá 1997 til 2014. Hann starfar áfram hjá Persíu í Parka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×