Forstjóri Össurar: Ekki að selja eftir örfáar mínútur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. ágúst 2015 10:18 Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, segist ekki geta notað íslenskar krónur. VÍSIR/Valgarður Gíslason Líkt og fram kom á Vísi í gær hagnaðist Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar hf. verulega er hann seldi hlutabréf í fyrirtækinu fyrir 464,5 milljónir króna í dönsku kauphöllinni. Þetta gerði hann örfáum mínútum eftir að hafa nýtt sér kaupréttarsamning sinn er gerði honum kleyft að kaupa 1,250,000 hluti í Össuri á genginu 8,55 danskar krónur. Í gær, við sölu Jóns, stóð gengi Össurar í 23,5 dönskum krónum. Söluhagnaðurinn nam því um 368 milljónum. Samkvæmt samtali við fjölmiðlafulltrúa Össurar gerði Jón Sigurðsson kaupréttarsamninginn í apríl 2012 en þá var gengi Össurar á bilinu 8,35-8,75. Þann 24. apríl sl. hafi svo kaupréttarsamningurinn opnast og þá hafi Jón haft eitt ár til þess að nýta sér kauprétt sinn. „Það var opið, ég gat selt“ sagði Jón aðspurður að því afhverju nákvæmlega þessi tímapuktur hafi orðið fyrir valinu. Þegar hann var spurður af hverju þessi viðskipti voru gerð í dönsku kauphöllinni, frekar en þeirri íslensku, en Össur er skráð í báðar kauphallir svaraði Jón því að hann gæti ekki notað íslenskar krónur. „Ég bý erlendis og ef ég fæ íslenskar krónur get ég ekki notað þær.“ Honum finnst villandi að tala um að hann hafi keypt og selt hlutabréf í Össuri með aðeins örfáa mínútna millibili. „Svona eru kaupréttarsamningar. Árið 2012 er gert samkomulag um að ég geti keypt á genginu 8,55. Ég er ekki að selja eftir örfáar mínútur. Ég er að selja eftir tæplega 4 ár.“ Söluhagnaður Jóns er talsverður en hann telur það vera eðlilegt enda hafi Össuri gengið vel. „Ef hlutabréfin hækka þá hækkar minn ágóði. Hlutabréfin hafa hækkað svona mikið á undanförnum árum.“ Frá því að kaupréttarsamningarnir voru gerðir við Jón hefur gengi Össurar hækkað úr 8,55 í 23,5 í dönsku kauphöllinni en Össur hagnaðist vel á síðasta ári. Hagnaður fyrirtækisins árið 2014 jókst um 45% milli ára. Hagnaðurinn nam 59 milljónum Bandaríkjadala, sem samsvarar 7 milljörðum íslenskra króna. Tengdar fréttir Sala jókst um fimm prósent hjá Össuri "Niðurstöður ársfjórðungsins eru í takt við okkar væntingar. Þrátt fyrir óhagstæð gengisáhrif er rekstrarárangurinn og afkoman góð,‟ segir Jón Sigurðsson. 29. apríl 2015 20:16 368 milljón króna hagnaður á 6 mínútum Jón Sigurðsson keypti og seldi hlutabréf í Össuri í dag. 4. ágúst 2015 13:17 Hlutabréf í Össuri lækkað um 3,7 prósent Hlutabréf í Össuri hafa fallið síðustu daga þrátt fyrir að hagnaður félagsins hafi aukist um helming á síðasta ári. 9. febrúar 2015 13:30 Verðmæti Össurar hefur aukist um 67 milljarða króna á tólf mánuðum Markaðsverðmæti stoðtækjafyrirtækisins Össurar nemur í dag um 146 milljörðum íslenskra króna og hefur gengi bréfa þess hækkað um 84 prósent á tólf mánuðum. 10. september 2014 11:00 Hagnaður Össurar jókst um tæpan helming Hagnaður Össurar á síðasta ári jókst um 45% milli ára. Hagnaðurinn nam 59 milljónum Bandaríkjadala, sem samsvarar 7 milljörðum íslenskra króna, eða 12% af sölu. 5. febrúar 2015 21:39 Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Líkt og fram kom á Vísi í gær hagnaðist Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar hf. verulega er hann seldi hlutabréf í fyrirtækinu fyrir 464,5 milljónir króna í dönsku kauphöllinni. Þetta gerði hann örfáum mínútum eftir að hafa nýtt sér kaupréttarsamning sinn er gerði honum kleyft að kaupa 1,250,000 hluti í Össuri á genginu 8,55 danskar krónur. Í gær, við sölu Jóns, stóð gengi Össurar í 23,5 dönskum krónum. Söluhagnaðurinn nam því um 368 milljónum. Samkvæmt samtali við fjölmiðlafulltrúa Össurar gerði Jón Sigurðsson kaupréttarsamninginn í apríl 2012 en þá var gengi Össurar á bilinu 8,35-8,75. Þann 24. apríl sl. hafi svo kaupréttarsamningurinn opnast og þá hafi Jón haft eitt ár til þess að nýta sér kauprétt sinn. „Það var opið, ég gat selt“ sagði Jón aðspurður að því afhverju nákvæmlega þessi tímapuktur hafi orðið fyrir valinu. Þegar hann var spurður af hverju þessi viðskipti voru gerð í dönsku kauphöllinni, frekar en þeirri íslensku, en Össur er skráð í báðar kauphallir svaraði Jón því að hann gæti ekki notað íslenskar krónur. „Ég bý erlendis og ef ég fæ íslenskar krónur get ég ekki notað þær.“ Honum finnst villandi að tala um að hann hafi keypt og selt hlutabréf í Össuri með aðeins örfáa mínútna millibili. „Svona eru kaupréttarsamningar. Árið 2012 er gert samkomulag um að ég geti keypt á genginu 8,55. Ég er ekki að selja eftir örfáar mínútur. Ég er að selja eftir tæplega 4 ár.“ Söluhagnaður Jóns er talsverður en hann telur það vera eðlilegt enda hafi Össuri gengið vel. „Ef hlutabréfin hækka þá hækkar minn ágóði. Hlutabréfin hafa hækkað svona mikið á undanförnum árum.“ Frá því að kaupréttarsamningarnir voru gerðir við Jón hefur gengi Össurar hækkað úr 8,55 í 23,5 í dönsku kauphöllinni en Össur hagnaðist vel á síðasta ári. Hagnaður fyrirtækisins árið 2014 jókst um 45% milli ára. Hagnaðurinn nam 59 milljónum Bandaríkjadala, sem samsvarar 7 milljörðum íslenskra króna.
Tengdar fréttir Sala jókst um fimm prósent hjá Össuri "Niðurstöður ársfjórðungsins eru í takt við okkar væntingar. Þrátt fyrir óhagstæð gengisáhrif er rekstrarárangurinn og afkoman góð,‟ segir Jón Sigurðsson. 29. apríl 2015 20:16 368 milljón króna hagnaður á 6 mínútum Jón Sigurðsson keypti og seldi hlutabréf í Össuri í dag. 4. ágúst 2015 13:17 Hlutabréf í Össuri lækkað um 3,7 prósent Hlutabréf í Össuri hafa fallið síðustu daga þrátt fyrir að hagnaður félagsins hafi aukist um helming á síðasta ári. 9. febrúar 2015 13:30 Verðmæti Össurar hefur aukist um 67 milljarða króna á tólf mánuðum Markaðsverðmæti stoðtækjafyrirtækisins Össurar nemur í dag um 146 milljörðum íslenskra króna og hefur gengi bréfa þess hækkað um 84 prósent á tólf mánuðum. 10. september 2014 11:00 Hagnaður Össurar jókst um tæpan helming Hagnaður Össurar á síðasta ári jókst um 45% milli ára. Hagnaðurinn nam 59 milljónum Bandaríkjadala, sem samsvarar 7 milljörðum íslenskra króna, eða 12% af sölu. 5. febrúar 2015 21:39 Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Sala jókst um fimm prósent hjá Össuri "Niðurstöður ársfjórðungsins eru í takt við okkar væntingar. Þrátt fyrir óhagstæð gengisáhrif er rekstrarárangurinn og afkoman góð,‟ segir Jón Sigurðsson. 29. apríl 2015 20:16
368 milljón króna hagnaður á 6 mínútum Jón Sigurðsson keypti og seldi hlutabréf í Össuri í dag. 4. ágúst 2015 13:17
Hlutabréf í Össuri lækkað um 3,7 prósent Hlutabréf í Össuri hafa fallið síðustu daga þrátt fyrir að hagnaður félagsins hafi aukist um helming á síðasta ári. 9. febrúar 2015 13:30
Verðmæti Össurar hefur aukist um 67 milljarða króna á tólf mánuðum Markaðsverðmæti stoðtækjafyrirtækisins Össurar nemur í dag um 146 milljörðum íslenskra króna og hefur gengi bréfa þess hækkað um 84 prósent á tólf mánuðum. 10. september 2014 11:00
Hagnaður Össurar jókst um tæpan helming Hagnaður Össurar á síðasta ári jókst um 45% milli ára. Hagnaðurinn nam 59 milljónum Bandaríkjadala, sem samsvarar 7 milljörðum íslenskra króna, eða 12% af sölu. 5. febrúar 2015 21:39