Viðskipti innlent

Hlutabréf í Össuri lækkað um 3,7 prósent

Jón Sigurðsson forstjóri Össurar kynnir ársreikning fyrirtækisins.
Jón Sigurðsson forstjóri Össurar kynnir ársreikning fyrirtækisins. vísir/valli
Hlutabréfaverð í Össuri hefur lækkað um 3,7 prósent það sem af er degi í Kauphöll Íslands. Heildarvelta viðskiptanna er 140 milljónir króna. Hlutabréf í Össuri hafa lækkað 8,3 prósent frá mánudeginum 2. febrúar en þá náði gengi hlutabréfa í félaginu sínu hæsta stigi frá upphafi.

Á fimmtudaginn síðastliðinn tilkynnti Össur um afkomu sína á síðasta ári. Þar kom fram að hagnaður félagsins hefði aukist um tæpan helming milli ára. Hagnaðurinn nam 59 milljónum Bandaríkjadala, sem samsvarar 7 milljörðum íslenskra króna. Síðan þá hefur hlutabréfaverð í Össuri fallið um 6,7 prósent. Því má leiða líkur að því að hagnaður Össurar hafi verið undir væntingum markaðsaðila.

Þrátt fyrir lækkun síðustu daga hafa hlutabréf í Össuri hækkað um 12 prósent það sem af er þessu ári og 52 prósent á síðustu 12 mánuðum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×