Viðskipti innlent

Hagnaður Össurar jókst um tæpan helming

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jón Sigurðsson segir að fjórði fjórðugur hafi verið sterkur
Jón Sigurðsson segir að fjórði fjórðugur hafi verið sterkur vísir/vilhelm
Hagnaður Össurar á síðasta ári jókst um 45% milli ára. Hagnaðurinn nam 59 milljónum Bandaríkjadala, sem samsvarar 7 milljörðum íslenskra króna,  eða 12% af sölu.

Sala nam 509 milljónum Bandaríkjadala, eða 59 milljörðum íslenskra króna, og nam söluvöxtur frá fyrra ári 18%. EBITDA jókst um 38% og nam 104 milljónum Bandaríkjadala, sem er 20% af sölu.

Lagt verður fyrir hluthafafund í mars að lækka eigið fé sem nemur 7,456,755 hlutum ásamt því að hækka arðgreiðslur til hluthafa fyrir árið 2014 um 20%, í 0.12 danskar krónur á hlut sem nemur 14% af hagnaði fyrir 2014.

„Við lokuðum árinu með sterkum ársfjórðungi þrátt fyrir óhagstæð gengisáhrif. Árið 2014 hefur verið gott rekstrarár hjá okkur með góðri arðsemi og sterku sjóðsstreymi, m.a. vegna þess að metnaðarfull verkefni sem miða að því að auka skilvirkni hafa skilað árangi. Sala á stoðtækjum er mjög góð á öllum helstu mörkuðum og í helstu vöruflokkum og sala á spelkum og stuðningsvörum er í takti við væntingar. Á árinu höfum við lagt aukna áherslu á bætta arðsemi af vöruframboði okkar, sem þýðir að við höfum aukið áherslu á hágæðavörur og vörunýjungar sem eiga þátt í jákvæðum rekstarniðurstöðum fyrir árið,” segir Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, í tillkynningu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×