Viðskipti innlent

Icelandair flýgur beint til Brussel í vetur

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Breytingin mun stytta ferðatímann til Brussel talsvert.
Breytingin mun stytta ferðatímann til Brussel talsvert. vísir/vilhelm
Í vetur verður í fyrsta skipti boðið upp á beint flug til Brussel en hingað til hafa Íslendingar á leið þangað þurft að millilenda á leiðinni eða lenda í annarri borg og taka þaðan lest. Þetta kemur fram á vefnum Túristi.is.

„Hlutfall Íslendinga í fluginu til og frá Brussel er lágt, líkt og á flestum okkar leiðum. Íslendingar eru nú um 15% farþega okkar. Í þessum flugum eru Belgar á leið til Íslands áberandi og einnig Bandaríkjamenn á leið til Brussel með millilendingu í Keflavík,“ segir Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi Icelandair í samtali við Túrista.

Hingað til hefur verið boðið upp á beint flug yfir aðalferðamannatímann en nú verður þessi breyting gerð í fyrsta skipti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×