Framtakssjóðurinn EDDA fjárfestir í Marorku Atli Ísleifsson skrifar 23. júlí 2015 10:14 Í tilkynningu segir að fjárfesting EDDU sé ætlað að styðja við áframhaldandi vöxt félagsins bæði á Íslandi og á erlendum mörkuðum. Mynd/Marorka Framtakssjóðurinn EDDA slhf. hefur náð samkomulagi við núverandi eigendur Marorku um kaup á hlut í félaginu. EDDA er rekinn er af verðbréfafyrirtækinu Virðingu. Í fréttatilkynningu frá Virðingu kemur fram að þýski fjárfestingasjóðurinn Mayfair verði áfram stærsti hluthafi Marorku, en fjárfesting EDDU er ætlað að styðja við áframhaldandi vöxt félagsins bæði á Íslandi og á erlendum mörkuðum. „Marorka var stofnað árið 2002 af Jóni Ágústi Þorsteinssyni. Fyrirtækið þróar, framleiðir og selur orkustjórnunarkerfi og hugbúnað fyrir stærri skip og skipaflota. Vörur félagsins gera skipafélögum kleift að minnka olíunotkun og þar af leiðandi draga úr mengun og spara umtalsverða fjármuni. Marorka hefur þegar selt og sett upp orkustjórnunarkerfi í yfir 500 skip og er í dag leiðandi aðili á markaðnum sem telur um 100.000 skip. Félagið er með skýra sérstöðu á stórum og vaxandi markaði þar sem mikil tækifæri felast í aukinni áherslu skipafélaga á kostnaðarhagræði og umhverfismál m.a. vegna krafna viðskiptavina þeirra og hertra reglugerða í tengslum við umhverfið. Meðal viðskiptavina félagsins eru stærsta skipaflutningafyrirtæki Mið-Austurlanda United Arab Shipping Company, finnska félagið Neste Shipping og kínverska félagið COSCO sem nýlega gerðu samninga við Marorku um uppsetningu á fjölda kerfa í skip félaganna. Umsvif Marorku hafa aukist mikið undan farin ár en tekjur félagsins hafa að meðaltali vaxið um 30% á milli ára síðustu þrjú ár. Um 60 manns starfa hjá Marorku, flestir við tækni- og hugbúnaðarmál á Íslandi“ segir í tilkynningunni. „Markaður fyrir lausnir sem stuðla að sjálfbærni og bættri nýtingu á orku og minni mengun stækkar hratt og því eru mikil sóknarfæri fyrir þekkingarfyrirtæki á borð við Marorku sem býr að góðu, vel menntuðu og reyndu starfsfólki. Með EDDU sem öflugan hluthafa í Marorku fáum við tækifæri til að byggja upp enn öflugri starfsemi bæði á Íslandi og erlendis. Við erum afar ánægð með það og stolt yfir að hafa fengið EDDU með inn í hluthafahópinn.“ segir Jón Ágúst Þorsteinsson, stjórnarformaður Marorku. Margit Robertet, framkvæmdastjóri EDDU, segir framtakssjóðinn mjög ánægðan með að bætast í hluthafahóp Marorku og styðja þannig við áframhaldandi vöxt fyrirtækisins. „Við sjáum mikil tækifæri í vaxandi eftirspurn eftir þeirri vöru og þjónustu sem Marorka býður viðskiptavinum um allan heim.“„Um Eddu og VirðinguEdda slhf. er fimm milljarða króna framtakssjóður í rekstri verðbréfafyrirtækisins Virðingar hf. Hluthafar eru rúmlega 30 talsins og samanstanda af lífeyrissjóðum ásamt öðrum fagfjárfestum. Fjárfestingarstefna sjóðsins er að fjárfesta í óskráðum félögum með trausta rekstrarsögu, öflugum stjórnendum og sterkri markaðsstöðu. Sjóðurinn var stofnaður árið 2013 en fyrir á hann hluti í Securitas, Domino´s og Íslandshótelum. Virðing er alhliða verðbréfafyrirtæki sem veitir fjárfestingatengda þjónustu á sviði eignastýringar, markaðsviðskipta, fyrirtækjaráðgjafar og reksturs framtakssjóða. Virðing hefur starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki og starfar undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins (FME),“ segir í tilkynningunni. Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Framtakssjóðurinn EDDA slhf. hefur náð samkomulagi við núverandi eigendur Marorku um kaup á hlut í félaginu. EDDA er rekinn er af verðbréfafyrirtækinu Virðingu. Í fréttatilkynningu frá Virðingu kemur fram að þýski fjárfestingasjóðurinn Mayfair verði áfram stærsti hluthafi Marorku, en fjárfesting EDDU er ætlað að styðja við áframhaldandi vöxt félagsins bæði á Íslandi og á erlendum mörkuðum. „Marorka var stofnað árið 2002 af Jóni Ágústi Þorsteinssyni. Fyrirtækið þróar, framleiðir og selur orkustjórnunarkerfi og hugbúnað fyrir stærri skip og skipaflota. Vörur félagsins gera skipafélögum kleift að minnka olíunotkun og þar af leiðandi draga úr mengun og spara umtalsverða fjármuni. Marorka hefur þegar selt og sett upp orkustjórnunarkerfi í yfir 500 skip og er í dag leiðandi aðili á markaðnum sem telur um 100.000 skip. Félagið er með skýra sérstöðu á stórum og vaxandi markaði þar sem mikil tækifæri felast í aukinni áherslu skipafélaga á kostnaðarhagræði og umhverfismál m.a. vegna krafna viðskiptavina þeirra og hertra reglugerða í tengslum við umhverfið. Meðal viðskiptavina félagsins eru stærsta skipaflutningafyrirtæki Mið-Austurlanda United Arab Shipping Company, finnska félagið Neste Shipping og kínverska félagið COSCO sem nýlega gerðu samninga við Marorku um uppsetningu á fjölda kerfa í skip félaganna. Umsvif Marorku hafa aukist mikið undan farin ár en tekjur félagsins hafa að meðaltali vaxið um 30% á milli ára síðustu þrjú ár. Um 60 manns starfa hjá Marorku, flestir við tækni- og hugbúnaðarmál á Íslandi“ segir í tilkynningunni. „Markaður fyrir lausnir sem stuðla að sjálfbærni og bættri nýtingu á orku og minni mengun stækkar hratt og því eru mikil sóknarfæri fyrir þekkingarfyrirtæki á borð við Marorku sem býr að góðu, vel menntuðu og reyndu starfsfólki. Með EDDU sem öflugan hluthafa í Marorku fáum við tækifæri til að byggja upp enn öflugri starfsemi bæði á Íslandi og erlendis. Við erum afar ánægð með það og stolt yfir að hafa fengið EDDU með inn í hluthafahópinn.“ segir Jón Ágúst Þorsteinsson, stjórnarformaður Marorku. Margit Robertet, framkvæmdastjóri EDDU, segir framtakssjóðinn mjög ánægðan með að bætast í hluthafahóp Marorku og styðja þannig við áframhaldandi vöxt fyrirtækisins. „Við sjáum mikil tækifæri í vaxandi eftirspurn eftir þeirri vöru og þjónustu sem Marorka býður viðskiptavinum um allan heim.“„Um Eddu og VirðinguEdda slhf. er fimm milljarða króna framtakssjóður í rekstri verðbréfafyrirtækisins Virðingar hf. Hluthafar eru rúmlega 30 talsins og samanstanda af lífeyrissjóðum ásamt öðrum fagfjárfestum. Fjárfestingarstefna sjóðsins er að fjárfesta í óskráðum félögum með trausta rekstrarsögu, öflugum stjórnendum og sterkri markaðsstöðu. Sjóðurinn var stofnaður árið 2013 en fyrir á hann hluti í Securitas, Domino´s og Íslandshótelum. Virðing er alhliða verðbréfafyrirtæki sem veitir fjárfestingatengda þjónustu á sviði eignastýringar, markaðsviðskipta, fyrirtækjaráðgjafar og reksturs framtakssjóða. Virðing hefur starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki og starfar undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins (FME),“ segir í tilkynningunni.
Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira