Viðskipti innlent

Vísitala neysluverðs hækkar um 0,16 prósent milli mánaða

Atli Ísleifsson skrifar
Sumarútsölur eru víða í gangi og lækkaði verð á fatnaði og skóm um 11,1 prósent.
Sumarútsölur eru víða í gangi og lækkaði verð á fatnaði og skóm um 11,1 prósent. Vísir/Vilhelm
Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í júlí 2015 er 430,0 stig og hækkaði um 0,16 prósent frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 398,3 stig og hækkaði hún um 0,03 prósent frá júní.

Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofunnar.

„Sumarútsölur eru víða í gangi og lækkaði verð á fatnaði og skóm um 11,1% (áhrif á vísitöluna -0,5%). Flugfargjöld til útlanda hækkuðu um 32,7% (0,45%) og kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) hækkaði um 0,8% (0,12%).

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,9% og vísitala án húsnæðis hefur hækkað um 0,4%.

Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í júlí 2015, sem er 430,0 stig, gildir til verðtryggingar í september 2015. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 8.490 stig fyrir september 2015.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×