Viðskipti innlent

Aukin áhersla lögð á rétt neytenda til útskýringa á fasteignaláni

Bjarki Ármannsson skrifar
Nefnd fjármálaráðherra hefur skilað af sér drögum að frumvarpi til nýrra laga um fasteignalán.
Nefnd fjármálaráðherra hefur skilað af sér drögum að frumvarpi til nýrra laga um fasteignalán. Vísir/Vilhelm
Nefnd sem skipuð var af fjármála- og efnahagsráðherra í fyrra hefur skilað af sér drögum að frumvarpi til nýrra laga um fasteignalán. Frumvarpið á að taka mið af tilskipun Evrópuþingsins og Evrópuráðsins og gert er ráð fyrir að það verði lagt fram á næstkomandi haustþingi.

Meðal helstu breytinga frá gildandi lögum má nefna aukna áherslu á þær útskýringar sem neytandi á rétt á fyrir lánveitingu og kröfu um að lánamiðlarar skrái sig hjá Fjármálaeftirlitinu áður en þeim er heimilt að veita þjónustu.

Umsagnarfrestur um frumvarpið er til og með 21. ágúst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×