Viðskipti innlent

Leppin aftur á markað

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Áhugafólk um létt kolsýrða íþróttadrykki hefur tekið gleði sína á ný.
Áhugafólk um létt kolsýrða íþróttadrykki hefur tekið gleði sína á ný. mynd/sylvía hall
Íþróttadrykkurinn Leppin er aftur kominn á markað eftir margra ára fjarveru.

Fyrirtækið Rolf Johansen & Company sér um framleiðslu drykkjarins sem að sögn vörumerkjastjórans Víðis Stefánssonar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu.

„Við hófum framleiðslu á Leppin eftir að hafa fundið fyrir mikilli eftirspurn eftir drykknum og viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa,” segir Víðir.

Drykkurinn hefur verið ófáanlegur á landinu um árabil og hafa margir áhangendur Leppin flykkst á samfélagsmiðlana og lýst gleði sinni með endurkomuna.

Leppin er nú fáanlegur í verslunum Krónunnar og er væntanlegur í aðrar matvöruverslanir á næstunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×