Huldufjárfestir vill kaupa allar félagsíbúðir Ísafjarðarbæjar Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. júlí 2015 12:00 Formaður bæjarráðs segir ótrúlegt að einhver vijli kaupa íbúðirnar á einu bretti en á þeim hvíla miklar skuldir. Vísir/PJETUR Ónafngreindur fjárfestir hefur áhuga á að kaupa allar íbúðir í eigu fasteignafélags Ísafjarðarbæjar. Bæjarráð hefur samþykkt að fela bæjarstjóranum að skoða mögulega sölu eignanna. Fasteignafélagið Fasteignir Ísafjarðarbæjar hefur yfir að ráða 108 íbúðum á Ísafirði, Suðureyri, Flateyri og Þingeyri. Ísafjarðarbær á allt hlutafé í félaginu sem sér um útleigu eignanna. Íbúðirnar mikið skuldsettar Arna Lára Jónsdóttir, formaður bæjarráðs, segir að samþykkt hafi verið að kalla eftir frekari upplýsingum um kaupandann og þær hugmyndir sem hann hefur um kaupin. Hún bendir á að eignirnar séu mjög skuldsettar. „Fyrirspurnin var bara þannig hvort við hefðum áhuga á þessu. Það komu engar fyrirætlanir fram í bréfinu þannig að við óskuðum eftir frekari upplýsingum svo við gætum tekið afstöðu til málsins,” segir hún. „Eins og staðan er núna þá fylgja þessum eignum gríðarlegar skuldir. Við höfum auðvitað verið að selja eina og eina eign en við höfum aldrei fengið fyrirspurn sem þessa áður og þannig að fyrsta skrefið er kannski að fá upplýsingar um hvað lægi að baki þessari fyrirspurn.“ Nafnlaus fyrirspurn Arna Lára segir að ekki hafi komið fram í fyrirspurninni hver hinn áhugasami fjárfestir sé. „Nei fyrirspurnin kemur bara frá Fasteignasölunni Garðatorgi og það kemur ekki fram hvaða aðili þetta sé,“ segir hún. Til greina kemur að selja eignirnar en Arna Lára segir að sveitarfélagið þurfi að geta staðið við skuldbindingar sínar um félagslegt húsnæði. „Já, já, við höfum auðvitað verið að selja eina og eina eign en við höfum ekki tekið afstöðu til þess að selja allar eignirnar á einu bretti. Við þurfum að geta sinnt þessum skildum okkur varðandi félagslegt húsnæði en manni þykir bara hálf ótrúlegt að einhver vilji kaupa félagslegu íbúðirnar okkar með öllum þeim skuldum sem á þeim hvíli. Það þykir mér hálf ótrúlegt,“ segir hún. Steinar S. Jónsson, sölustjóri hjá fasteignasölunni Garðatorgi, staðfesti að erindi hafi verið sent bæjarstjórn vegna málsins en hann vildi hins vegar ekki upplýsa um hver fjárfestirinn sé. Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Ónafngreindur fjárfestir hefur áhuga á að kaupa allar íbúðir í eigu fasteignafélags Ísafjarðarbæjar. Bæjarráð hefur samþykkt að fela bæjarstjóranum að skoða mögulega sölu eignanna. Fasteignafélagið Fasteignir Ísafjarðarbæjar hefur yfir að ráða 108 íbúðum á Ísafirði, Suðureyri, Flateyri og Þingeyri. Ísafjarðarbær á allt hlutafé í félaginu sem sér um útleigu eignanna. Íbúðirnar mikið skuldsettar Arna Lára Jónsdóttir, formaður bæjarráðs, segir að samþykkt hafi verið að kalla eftir frekari upplýsingum um kaupandann og þær hugmyndir sem hann hefur um kaupin. Hún bendir á að eignirnar séu mjög skuldsettar. „Fyrirspurnin var bara þannig hvort við hefðum áhuga á þessu. Það komu engar fyrirætlanir fram í bréfinu þannig að við óskuðum eftir frekari upplýsingum svo við gætum tekið afstöðu til málsins,” segir hún. „Eins og staðan er núna þá fylgja þessum eignum gríðarlegar skuldir. Við höfum auðvitað verið að selja eina og eina eign en við höfum aldrei fengið fyrirspurn sem þessa áður og þannig að fyrsta skrefið er kannski að fá upplýsingar um hvað lægi að baki þessari fyrirspurn.“ Nafnlaus fyrirspurn Arna Lára segir að ekki hafi komið fram í fyrirspurninni hver hinn áhugasami fjárfestir sé. „Nei fyrirspurnin kemur bara frá Fasteignasölunni Garðatorgi og það kemur ekki fram hvaða aðili þetta sé,“ segir hún. Til greina kemur að selja eignirnar en Arna Lára segir að sveitarfélagið þurfi að geta staðið við skuldbindingar sínar um félagslegt húsnæði. „Já, já, við höfum auðvitað verið að selja eina og eina eign en við höfum ekki tekið afstöðu til þess að selja allar eignirnar á einu bretti. Við þurfum að geta sinnt þessum skildum okkur varðandi félagslegt húsnæði en manni þykir bara hálf ótrúlegt að einhver vilji kaupa félagslegu íbúðirnar okkar með öllum þeim skuldum sem á þeim hvíli. Það þykir mér hálf ótrúlegt,“ segir hún. Steinar S. Jónsson, sölustjóri hjá fasteignasölunni Garðatorgi, staðfesti að erindi hafi verið sent bæjarstjórn vegna málsins en hann vildi hins vegar ekki upplýsa um hver fjárfestirinn sé.
Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira