Viðskipti innlent

Guðmundur og Kristján til Bókunar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Guðmundur og Kristján mættir til starfa.
Guðmundur og Kristján mættir til starfa.
Guðmundur R. Einarsson hefur verið ráðinn sölu- og markaðsstjóri Bókunar og Kristján Oddsson yfirmaður framendaþróunar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bókun.

Guðmundur, sem einnig er þekktur undir nafninu Gre, hefur áratugareynslu af markaðsmálum og hefur getið sér gott orð sem vefhönnuður, ráðgjafi og frumkvöðull. Hann hefur unnið fyrir mörg erlend stórfyriræki í gegnum tíðina og er t.d. einn af mönnunum á bak við fréttavefina Daily Mail og CNN.

Kristján útskrifaðist með BSc gráðu í tölvunarfræði árið 2012. Hann hefur síðustu ár starfað hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Azazo, en þar á undan Arion banka og Íslandsbanka.

Bókun er hugbúnaður sem gerir ferðaþjónustu-samfélaginu kleift að vinna saman. Sama sölu- og birgðakerfið þjónar allt í senn gistingu, afþreyingarfyrirtækjum, rútufyrirtækjum, bílaleigum o.s.frv.

Bókun hefur vaxið hratt og nú er svo komið að notenedur kerfisins skipta nokkrum hundruðum. Bókun var valið „Startup of the Year“ á Íslandi á Nordic Startup Awards „Top innovator“ á PhocusWright ráðstefnunni í Los Angeles í vetur. Í kjölfar þessa hefur fyrirtækið hafið innreið sína á erlendan markað og hafið starfsemi í Kanada að því er fram kemur í tilkynningunni.

„Við hjá Bókun bjóðum nýja starfsmenn velkomna og erum full tilhlökkunar að stækka starfsmannahópinn með framúrskarandi einstaklingum sem við höfum mikla trú á. Ég er sannfærður um að stór skref verði stigin í framhaldinu varðandi þróun, og sölu," segir Hjalti Baldursson, stjórnarformaður Bókunar í tilkynningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×