Viðskipti innlent

Vogabær innkallar sætt franskt sinnep

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Svona lítur varan út sem var innkölluð.
Svona lítur varan út sem var innkölluð.
Vogabær ehf hefur, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, ákveðið að innkalla af markaði „Bónus sætt sinnep 460 g“, þar sem ekki kemur fram á umbúðum hennar að varan inniheldur snefil af sellerí en sellerí er ofnæmis- eða óþolsvaldur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vogabæ.

Þeir neytendur sem eiga umrædda vöru og eru með ofnæmi eða óþol fyrir sellerí eru beðnir að farga henni eða skila til Vogabæjar ehf gegn endurgreiðslu. Varan er skaðlaus með öllu þeim sem ekki eru með selleríofnæmi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×