Viðskipti innlent

Dæmdur fyrir að selja vörubíl úr landi í óþökk bankans

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Héraðsdómur Austurlands.
Héraðsdómur Austurlands. vísir/pjetur
Karlmaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Austurlands. Maðurinn var fundinn sekur af fjárdrátti með því að hafa í nafni fyrirtækis, sem hann var prófkúruhafi hjá, selt vörubíl sem á hvíldi lán frá Glitni Fjármögnun til kaupanda í Lettlandi.

Dró hann sér og fyrirtæki sínu jafnvirði 14,5 milljóna króna. Bílinn var skráður hjá Ergo, fjármögnunarþjónustu Íslandsbanka, sem var þannig eigandi vörubílsins. Dæmdi hafði bílinn hins vegar í vörslu sinni og bar sjálfskuldaábyrgð á.

Komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að ákærða hlaut að vera ljóst við sölu bílsins utan landsteinanna að hann skuldaði enn af vörubílnum. Ekkert benti til þess að heimildar hefði verið aflað hjá Glitni Fjármögnun til að fá að flytja bílinn úr landi.

Dóminn í heild sinni má lesa hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×