Viðskipti innlent

Stærstu hafnarkranar landsins komnir

Atli Ísleifsson skrifar
Kranarnir eru af gerðinni TREX Gottwald GHMK 6507.
Kranarnir eru af gerðinni TREX Gottwald GHMK 6507. Mynd/Òlafur Höskuldur Òlafsson
Tveir hafnarkranar af gerðinni TREX Gottwald GHMK 6507 sem Eimskipafélag Íslands keypti í febrúar síðastliðinn komu til landsins fyrr í dag. Krönunum var siglt með skipinu Happy Dover.

Í tilkynningu segir að kranarnir séu þeir stærstu á Íslandi og geti hvor um sig lyft tveimur 20 feta gámum samtímis. Við það skapist mikið hagræði við losun og lestun skipa, auk þess að þeir eru rafknúnir og því umhverfisvænni en eldri olíuknúnir kranar.

„Annar kraninn var hífður í land á Reyðarfirði fyrr í dag og mun hann verða staðsettur í Mjóeyrarhöfn. Sá síðari verður staðsettur á Grundartanga og mun meðal annars verða nýttur til að þjónusta álver Norðuráls.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×