Tilboði Alvogen hafnað en hafa enn áhuga Aðalsteinn Kjartansson skrifar 2. júlí 2015 12:19 Róbert Wessman segir Alvogen vilja íslenskan markað Actavis með í kaupunum. Vísir/Vilhelm Lyfjafyrirtækið Alvogen vill kaupa lyfjaverksmiðju Actavis í Hafnarfirði. Tilkynnt var um lokun verksmiðjunnar síðastliðinn mánudag. 300 störf flytjast þá frá Íslandi til annarra landa þar sem fyrirtækið hefur starfsemi. Róbert Wessman, forstjóri Alvogen og fyrrverandi forstjóri Actavis, segir að tilboði fyrirtækisins hafi beinlínis verið hafnað en hann segir Alvogen enn haga áhuga hjá á að kaupa starfsemina. „Því var í rauninni beinlínis hafnað. Við buðum að okkar mati, sem er trúnaðarmál, mjög hagstætt verð fyrir Actavis svona miðað við hvað er verið að borga fyrir svona eignir í dag og svona starfsemi,“ segir hann. „Við lögðum fram tillögur sem snérust annars vegar um verksmiðjuna og hins vegar íslenska markaðinn, að taka hann með í kaupunum, því í sjálfu sér er erfitt að taka eingöngu yfir verksmiðjustarfsemi þar sem það tekur ákveðin tíma að byggja upp ákveðin tíma að byggja upp ný verkefni fyrir okkur,“ segir Róbert um tilboðið. Róbert segist hafa talið að þar sem Actavis hafi selt frá sér flesta markaði í Evrópu hafi það í sjálfu sér ekki verið mál að láta íslenska markaðinn fylgja með, enda smár markaður og framleiðnin ekki há fyrir jafn stórt fyrirtæki og Actavis. Hann segir að viðskiptin hafi strandað á því. Róbert segir Alvogen telja sig geta nýtt starfsemina vel en hann vann sjálfur í mörg ár með því fólki sem starfar í lyfjaverksmiðju Actavis. „Við teljum okkur geta nýtt þessa starfsemi vel, við þekkjum þessa starfsemi að sjálfsögðu vel, ég starfaði þarna eins og flestir vita í mjög mörg ár og þekki mikið af starfsfólki þarna, og teljum okkur geta nýtt þessa verksmiðju ekki bara hér heima heldur á okkar mörkuðum, en eins og menn kannski vita þá er Alvogen núna í 35 löndum og höfum svona aðeins verið að svipast eftir meiri framleiðsluafköstum,“ segir hann. Róbert segir það einnig vondar fréttir ef starfsemin leggist af. „Það væri mikil synd að missa 300 störf úr landi. Það var búið að byggja upp þekkingu á lyfjaframleiðslu og þróun á Íslandi, sem tók meira en 20 ár. Það væri mikil synd fyrir landið að missa þessa þekkingu úr landinu,“ segir hann. Ekki náðist í fulltrúa Actavis við vinnslu þessarar fréttar. Tengdar fréttir Róbert vill kaupa Actavis Lyfjafyrirtækið Alvogen vill kaupa verksmiðju Actavis í Hafnarfirði. Formlegt tilboð var lagt fram fyrir tveimur vikum og er upphæð tilboðsins á fimmta milljarð króna. Til stendur að loka verksmiðjunni árið 2017. 2. júlí 2015 07:00 Mest lesið Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Neytendur Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira
Lyfjafyrirtækið Alvogen vill kaupa lyfjaverksmiðju Actavis í Hafnarfirði. Tilkynnt var um lokun verksmiðjunnar síðastliðinn mánudag. 300 störf flytjast þá frá Íslandi til annarra landa þar sem fyrirtækið hefur starfsemi. Róbert Wessman, forstjóri Alvogen og fyrrverandi forstjóri Actavis, segir að tilboði fyrirtækisins hafi beinlínis verið hafnað en hann segir Alvogen enn haga áhuga hjá á að kaupa starfsemina. „Því var í rauninni beinlínis hafnað. Við buðum að okkar mati, sem er trúnaðarmál, mjög hagstætt verð fyrir Actavis svona miðað við hvað er verið að borga fyrir svona eignir í dag og svona starfsemi,“ segir hann. „Við lögðum fram tillögur sem snérust annars vegar um verksmiðjuna og hins vegar íslenska markaðinn, að taka hann með í kaupunum, því í sjálfu sér er erfitt að taka eingöngu yfir verksmiðjustarfsemi þar sem það tekur ákveðin tíma að byggja upp ákveðin tíma að byggja upp ný verkefni fyrir okkur,“ segir Róbert um tilboðið. Róbert segist hafa talið að þar sem Actavis hafi selt frá sér flesta markaði í Evrópu hafi það í sjálfu sér ekki verið mál að láta íslenska markaðinn fylgja með, enda smár markaður og framleiðnin ekki há fyrir jafn stórt fyrirtæki og Actavis. Hann segir að viðskiptin hafi strandað á því. Róbert segir Alvogen telja sig geta nýtt starfsemina vel en hann vann sjálfur í mörg ár með því fólki sem starfar í lyfjaverksmiðju Actavis. „Við teljum okkur geta nýtt þessa starfsemi vel, við þekkjum þessa starfsemi að sjálfsögðu vel, ég starfaði þarna eins og flestir vita í mjög mörg ár og þekki mikið af starfsfólki þarna, og teljum okkur geta nýtt þessa verksmiðju ekki bara hér heima heldur á okkar mörkuðum, en eins og menn kannski vita þá er Alvogen núna í 35 löndum og höfum svona aðeins verið að svipast eftir meiri framleiðsluafköstum,“ segir hann. Róbert segir það einnig vondar fréttir ef starfsemin leggist af. „Það væri mikil synd að missa 300 störf úr landi. Það var búið að byggja upp þekkingu á lyfjaframleiðslu og þróun á Íslandi, sem tók meira en 20 ár. Það væri mikil synd fyrir landið að missa þessa þekkingu úr landinu,“ segir hann. Ekki náðist í fulltrúa Actavis við vinnslu þessarar fréttar.
Tengdar fréttir Róbert vill kaupa Actavis Lyfjafyrirtækið Alvogen vill kaupa verksmiðju Actavis í Hafnarfirði. Formlegt tilboð var lagt fram fyrir tveimur vikum og er upphæð tilboðsins á fimmta milljarð króna. Til stendur að loka verksmiðjunni árið 2017. 2. júlí 2015 07:00 Mest lesið Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Neytendur Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira
Róbert vill kaupa Actavis Lyfjafyrirtækið Alvogen vill kaupa verksmiðju Actavis í Hafnarfirði. Formlegt tilboð var lagt fram fyrir tveimur vikum og er upphæð tilboðsins á fimmta milljarð króna. Til stendur að loka verksmiðjunni árið 2017. 2. júlí 2015 07:00