Tilboði Alvogen hafnað en hafa enn áhuga Aðalsteinn Kjartansson skrifar 2. júlí 2015 12:19 Róbert Wessman segir Alvogen vilja íslenskan markað Actavis með í kaupunum. Vísir/Vilhelm Lyfjafyrirtækið Alvogen vill kaupa lyfjaverksmiðju Actavis í Hafnarfirði. Tilkynnt var um lokun verksmiðjunnar síðastliðinn mánudag. 300 störf flytjast þá frá Íslandi til annarra landa þar sem fyrirtækið hefur starfsemi. Róbert Wessman, forstjóri Alvogen og fyrrverandi forstjóri Actavis, segir að tilboði fyrirtækisins hafi beinlínis verið hafnað en hann segir Alvogen enn haga áhuga hjá á að kaupa starfsemina. „Því var í rauninni beinlínis hafnað. Við buðum að okkar mati, sem er trúnaðarmál, mjög hagstætt verð fyrir Actavis svona miðað við hvað er verið að borga fyrir svona eignir í dag og svona starfsemi,“ segir hann. „Við lögðum fram tillögur sem snérust annars vegar um verksmiðjuna og hins vegar íslenska markaðinn, að taka hann með í kaupunum, því í sjálfu sér er erfitt að taka eingöngu yfir verksmiðjustarfsemi þar sem það tekur ákveðin tíma að byggja upp ákveðin tíma að byggja upp ný verkefni fyrir okkur,“ segir Róbert um tilboðið. Róbert segist hafa talið að þar sem Actavis hafi selt frá sér flesta markaði í Evrópu hafi það í sjálfu sér ekki verið mál að láta íslenska markaðinn fylgja með, enda smár markaður og framleiðnin ekki há fyrir jafn stórt fyrirtæki og Actavis. Hann segir að viðskiptin hafi strandað á því. Róbert segir Alvogen telja sig geta nýtt starfsemina vel en hann vann sjálfur í mörg ár með því fólki sem starfar í lyfjaverksmiðju Actavis. „Við teljum okkur geta nýtt þessa starfsemi vel, við þekkjum þessa starfsemi að sjálfsögðu vel, ég starfaði þarna eins og flestir vita í mjög mörg ár og þekki mikið af starfsfólki þarna, og teljum okkur geta nýtt þessa verksmiðju ekki bara hér heima heldur á okkar mörkuðum, en eins og menn kannski vita þá er Alvogen núna í 35 löndum og höfum svona aðeins verið að svipast eftir meiri framleiðsluafköstum,“ segir hann. Róbert segir það einnig vondar fréttir ef starfsemin leggist af. „Það væri mikil synd að missa 300 störf úr landi. Það var búið að byggja upp þekkingu á lyfjaframleiðslu og þróun á Íslandi, sem tók meira en 20 ár. Það væri mikil synd fyrir landið að missa þessa þekkingu úr landinu,“ segir hann. Ekki náðist í fulltrúa Actavis við vinnslu þessarar fréttar. Tengdar fréttir Róbert vill kaupa Actavis Lyfjafyrirtækið Alvogen vill kaupa verksmiðju Actavis í Hafnarfirði. Formlegt tilboð var lagt fram fyrir tveimur vikum og er upphæð tilboðsins á fimmta milljarð króna. Til stendur að loka verksmiðjunni árið 2017. 2. júlí 2015 07:00 Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Birgir til Banana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira
Lyfjafyrirtækið Alvogen vill kaupa lyfjaverksmiðju Actavis í Hafnarfirði. Tilkynnt var um lokun verksmiðjunnar síðastliðinn mánudag. 300 störf flytjast þá frá Íslandi til annarra landa þar sem fyrirtækið hefur starfsemi. Róbert Wessman, forstjóri Alvogen og fyrrverandi forstjóri Actavis, segir að tilboði fyrirtækisins hafi beinlínis verið hafnað en hann segir Alvogen enn haga áhuga hjá á að kaupa starfsemina. „Því var í rauninni beinlínis hafnað. Við buðum að okkar mati, sem er trúnaðarmál, mjög hagstætt verð fyrir Actavis svona miðað við hvað er verið að borga fyrir svona eignir í dag og svona starfsemi,“ segir hann. „Við lögðum fram tillögur sem snérust annars vegar um verksmiðjuna og hins vegar íslenska markaðinn, að taka hann með í kaupunum, því í sjálfu sér er erfitt að taka eingöngu yfir verksmiðjustarfsemi þar sem það tekur ákveðin tíma að byggja upp ákveðin tíma að byggja upp ný verkefni fyrir okkur,“ segir Róbert um tilboðið. Róbert segist hafa talið að þar sem Actavis hafi selt frá sér flesta markaði í Evrópu hafi það í sjálfu sér ekki verið mál að láta íslenska markaðinn fylgja með, enda smár markaður og framleiðnin ekki há fyrir jafn stórt fyrirtæki og Actavis. Hann segir að viðskiptin hafi strandað á því. Róbert segir Alvogen telja sig geta nýtt starfsemina vel en hann vann sjálfur í mörg ár með því fólki sem starfar í lyfjaverksmiðju Actavis. „Við teljum okkur geta nýtt þessa starfsemi vel, við þekkjum þessa starfsemi að sjálfsögðu vel, ég starfaði þarna eins og flestir vita í mjög mörg ár og þekki mikið af starfsfólki þarna, og teljum okkur geta nýtt þessa verksmiðju ekki bara hér heima heldur á okkar mörkuðum, en eins og menn kannski vita þá er Alvogen núna í 35 löndum og höfum svona aðeins verið að svipast eftir meiri framleiðsluafköstum,“ segir hann. Róbert segir það einnig vondar fréttir ef starfsemin leggist af. „Það væri mikil synd að missa 300 störf úr landi. Það var búið að byggja upp þekkingu á lyfjaframleiðslu og þróun á Íslandi, sem tók meira en 20 ár. Það væri mikil synd fyrir landið að missa þessa þekkingu úr landinu,“ segir hann. Ekki náðist í fulltrúa Actavis við vinnslu þessarar fréttar.
Tengdar fréttir Róbert vill kaupa Actavis Lyfjafyrirtækið Alvogen vill kaupa verksmiðju Actavis í Hafnarfirði. Formlegt tilboð var lagt fram fyrir tveimur vikum og er upphæð tilboðsins á fimmta milljarð króna. Til stendur að loka verksmiðjunni árið 2017. 2. júlí 2015 07:00 Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Birgir til Banana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira
Róbert vill kaupa Actavis Lyfjafyrirtækið Alvogen vill kaupa verksmiðju Actavis í Hafnarfirði. Formlegt tilboð var lagt fram fyrir tveimur vikum og er upphæð tilboðsins á fimmta milljarð króna. Til stendur að loka verksmiðjunni árið 2017. 2. júlí 2015 07:00