Yngri fyrirtæki að jafnaði yfir helmingur gjaldþrota í kringum hrun Aðalsteinn Kjartansson skrifar 8. júlí 2015 12:04 Hagstofan birtir sundurgreindar upplýsingar um aldur gjaldþrota fyrirtækja. Mynd tengist frétt ekki beint. VÍSIR/VILHELM Yngri fyrirtæki komu verr út úr efnahagshruninu árið 2008 heldur en þau eldri. Þetta kemur fram í nýjum gögnum Hagstofunnar þar sem aldur gjaldþrota fyrirtækja er flokkaður. Ingvar Freyr Ingvarsson, hagfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans, hefur farið greint tölurnar. Hann segir að yngri og smærri fyrirtæki séu viðkvæmari fyrir hagsveiflum og ytri fjármálaskilyrðum. Á tímabilinu 2007 til 2009 hafi hlutfall fyrirtækja yngri en 7 ára að meðaltali verið yfir helmingur gjaldþrota. „Fyrir hrun þá skapast aðstæður þar sem fjármagn er ódýrt og þá er ódýrt að stofna fyrirtæki. Þá kemstu upp með rekstur á fyrirtæki sem ber sig ekki á öðrum stöðum hagsveiflunnar. Við erum að tala um þegar einkaneysla er mikil og mikill kaupmáttur,“ segir hann. „Það sem gerist er að yngri fyrirtæki sem eru skuldsettari og ekki komin með góða viðskiptasögu og viðskiptavild eins og önnur fyrirtæki koma verr út úr niðursveiflunni.“ Í samantekt sem Ingvar gerði fyrir hagfræðideild Landsbankans kemur fram að á árinu hafa þrír nýir framtakssjóðir tekið til starfa sem munu einbeita sér að fjárfestingum á fyrstu stigum fyrirtækja. Sjóðirnir búa yfir fjárfestingargetu upp á 11,5 milljarða króna sem bætir frekar fjárfestingarumhverfi frumkvöðla. „Sem gerir það að verkum að þau fyrirtæki sem hefðu kannski ekki fengið að njóta þessarar fjárfestingar, þau munu ná kannski meiri vexti og meiri atvinnuvexti. Það er náttúrulega mjög gott og mjög samfélagslega hagkvæmt fyrir þjóðfélagið,“ segir Ingvar. Þetta er í fyrsta sinn sem Hagstofan birtir sundurgreindar upplýsingar um aldur gjaldþrota fyrirtækja. Ingvar segir gott að tölurnar séu birtar en hann vill fá frekari upplýsingar frá Hagstofunni. „Mikilvægast væri kannski að aldur gjaldþrota fyrirtækja væri skipt eftir starfsemi og þá væri kannski hægt að greina betur í hvaða greinum þessi fyrirtæki eru að koma verr upp; hvort við erum að tala um fasteignafélög, fjármálafyrirtæki, vísindalega starfsemi eða þess háttar,“ segir hann. „Þá getum við greint betur hvernig þessi fyrirtæki eru að koma út úr hagsveiflunni og fleira.“ Mest lesið Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Kaupa Gompute Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Sjá meira
Yngri fyrirtæki komu verr út úr efnahagshruninu árið 2008 heldur en þau eldri. Þetta kemur fram í nýjum gögnum Hagstofunnar þar sem aldur gjaldþrota fyrirtækja er flokkaður. Ingvar Freyr Ingvarsson, hagfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans, hefur farið greint tölurnar. Hann segir að yngri og smærri fyrirtæki séu viðkvæmari fyrir hagsveiflum og ytri fjármálaskilyrðum. Á tímabilinu 2007 til 2009 hafi hlutfall fyrirtækja yngri en 7 ára að meðaltali verið yfir helmingur gjaldþrota. „Fyrir hrun þá skapast aðstæður þar sem fjármagn er ódýrt og þá er ódýrt að stofna fyrirtæki. Þá kemstu upp með rekstur á fyrirtæki sem ber sig ekki á öðrum stöðum hagsveiflunnar. Við erum að tala um þegar einkaneysla er mikil og mikill kaupmáttur,“ segir hann. „Það sem gerist er að yngri fyrirtæki sem eru skuldsettari og ekki komin með góða viðskiptasögu og viðskiptavild eins og önnur fyrirtæki koma verr út úr niðursveiflunni.“ Í samantekt sem Ingvar gerði fyrir hagfræðideild Landsbankans kemur fram að á árinu hafa þrír nýir framtakssjóðir tekið til starfa sem munu einbeita sér að fjárfestingum á fyrstu stigum fyrirtækja. Sjóðirnir búa yfir fjárfestingargetu upp á 11,5 milljarða króna sem bætir frekar fjárfestingarumhverfi frumkvöðla. „Sem gerir það að verkum að þau fyrirtæki sem hefðu kannski ekki fengið að njóta þessarar fjárfestingar, þau munu ná kannski meiri vexti og meiri atvinnuvexti. Það er náttúrulega mjög gott og mjög samfélagslega hagkvæmt fyrir þjóðfélagið,“ segir Ingvar. Þetta er í fyrsta sinn sem Hagstofan birtir sundurgreindar upplýsingar um aldur gjaldþrota fyrirtækja. Ingvar segir gott að tölurnar séu birtar en hann vill fá frekari upplýsingar frá Hagstofunni. „Mikilvægast væri kannski að aldur gjaldþrota fyrirtækja væri skipt eftir starfsemi og þá væri kannski hægt að greina betur í hvaða greinum þessi fyrirtæki eru að koma verr upp; hvort við erum að tala um fasteignafélög, fjármálafyrirtæki, vísindalega starfsemi eða þess háttar,“ segir hann. „Þá getum við greint betur hvernig þessi fyrirtæki eru að koma út úr hagsveiflunni og fleira.“
Mest lesið Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Kaupa Gompute Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Sjá meira
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent