Viðskipti innlent

Aukinn flugvélafloti Flugfélags Íslands

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Heildarfjárfestingin mun hækka heildareignir Icelandair Group samstæðunnar um 25 milljónir dollara.
Heildarfjárfestingin mun hækka heildareignir Icelandair Group samstæðunnar um 25 milljónir dollara. vísir/gva
Flugfélag Íslands hefur gengið frá kaupum á þremur Bombardier Q400 flugvélum. Heildarfjárfestingin mun hækka heildareignir Icelandair Group samstæðunnar um 25 milljónir dollara, að teknu tilliti til söluverðs allra fimm Fokker 50 flugvéla Flugfélags Íslands.

Í tilkynningu frá félaginu segir að vélarnar séu 2000 og 2001 árgerð. Þær verða afhentar í júlí og ágúst á þessu ári og fara þá í innleiðingarferli fyrir leiðarkerfi Flugfélags Íslands. Gert er ráð fyrir að fyrsta vélin byrji að fljúga í leiðarkerfinu í desember 2015.

Fjárfestingin verður fjármögnuð með lausafé Icelandair Group.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×