Verðlag hækkað um allt að 4,8 prósent frá því í desember Heimir Már Pétursson skrifar 30. júní 2015 19:01 Verðlag hefur hækkað umfram breytingar á matarskatti og afnám sykurskatts hefur ekki skilað sér til neytenda í níu af tólf verslunarkeðjum samkvæmt verðkönnun ASÍ í desember og byrjun júní. Vörukarfan hefur hins vegar lækkað í verði hjá þremur verslanakeðjum. Það er ekki víst að nýgerðir kjarasamningar skili mikilli kaupmáttaraukningu. Nánast um leið og skrifað var undir samninga almenns launafólks hækkaði Seðlabankinn stýrivexti og boðaði röð vaxtahækkana í haust. Og það er víða kroppað í launaumslagið hjá vinnandi fólki. Frá því í desember til byrjun júni hefur verðlag í matvöruverslunum hækkað um allt að 4,8 prósent samkvæmt könnun verðlagseftirlits ASÍ. Frá desemberkönnun til byrjun júni hefur matarkarfa ASÍ hækkað um 1,2 prósent í Bónus. Hún hefur hins vegar lækkað um eitt - og eitt komma eitt prósent í Krónunni og Nettó en hækkað um 4,8 prósent í Iceland, 4,6 í Hagkaupum og eru það mestu hækkanirnar. Samkaup-úrval hefur hækkað matarkörfuna um 2,1 prósent, Tíu-ellefu um 2,5 prósent, 1,6 prósent hjá Samkaupum-Strax, fjögur prósent í Víði og þrjú prósent hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Verðið er nánast óbreytt hjá Kaupfélagi vestur Húnvetninga en matarkarfan hjá Kjarval er aftur á móti þremur prósentum ódýrari nú en í desember. „Það má kannski segja að það sé tvennt sem stingur í augu. Annars vegar er dálítið misjafnt hvernig verðbreytingarnar eru. Sumar verslanir eru að lækka en aðrar að hækka þó nokkuð. Síðan hitt, að vörugjöld á sykri lækkuðu um áramótin og þau virðast ekki skila sér út í verðlag eins og við höfðum búist við,“ segir Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur Alþýðusambandsins. Nýlegar launahækkanir virðist þó ekki að fullu hafa leitt til hækkunar verðlags. „Við erum að fá fréttir af því að birgjar eru að boða miklar hækkanir. Við sjáum það ekki í þessari könnun og það heldur ekki hægt að sjá það í mælingum Hagstofunnar. En við verðum náttúrlega að bíða og sjá,“ segir Ólafur Darri.Þannig að það gæti verið að enn frekari hækkanir ættu eftir að koma inn út af launabreytingunum?„Ég vona ekki, vegna þess að launabreytingarnar einar og sér skýra á engan hátt þær miklu verðbreytingar sem sumir birgjar hafa verið að boða,“ segir Ólafur Darri. Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Verðlag hefur hækkað umfram breytingar á matarskatti og afnám sykurskatts hefur ekki skilað sér til neytenda í níu af tólf verslunarkeðjum samkvæmt verðkönnun ASÍ í desember og byrjun júní. Vörukarfan hefur hins vegar lækkað í verði hjá þremur verslanakeðjum. Það er ekki víst að nýgerðir kjarasamningar skili mikilli kaupmáttaraukningu. Nánast um leið og skrifað var undir samninga almenns launafólks hækkaði Seðlabankinn stýrivexti og boðaði röð vaxtahækkana í haust. Og það er víða kroppað í launaumslagið hjá vinnandi fólki. Frá því í desember til byrjun júni hefur verðlag í matvöruverslunum hækkað um allt að 4,8 prósent samkvæmt könnun verðlagseftirlits ASÍ. Frá desemberkönnun til byrjun júni hefur matarkarfa ASÍ hækkað um 1,2 prósent í Bónus. Hún hefur hins vegar lækkað um eitt - og eitt komma eitt prósent í Krónunni og Nettó en hækkað um 4,8 prósent í Iceland, 4,6 í Hagkaupum og eru það mestu hækkanirnar. Samkaup-úrval hefur hækkað matarkörfuna um 2,1 prósent, Tíu-ellefu um 2,5 prósent, 1,6 prósent hjá Samkaupum-Strax, fjögur prósent í Víði og þrjú prósent hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Verðið er nánast óbreytt hjá Kaupfélagi vestur Húnvetninga en matarkarfan hjá Kjarval er aftur á móti þremur prósentum ódýrari nú en í desember. „Það má kannski segja að það sé tvennt sem stingur í augu. Annars vegar er dálítið misjafnt hvernig verðbreytingarnar eru. Sumar verslanir eru að lækka en aðrar að hækka þó nokkuð. Síðan hitt, að vörugjöld á sykri lækkuðu um áramótin og þau virðast ekki skila sér út í verðlag eins og við höfðum búist við,“ segir Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur Alþýðusambandsins. Nýlegar launahækkanir virðist þó ekki að fullu hafa leitt til hækkunar verðlags. „Við erum að fá fréttir af því að birgjar eru að boða miklar hækkanir. Við sjáum það ekki í þessari könnun og það heldur ekki hægt að sjá það í mælingum Hagstofunnar. En við verðum náttúrlega að bíða og sjá,“ segir Ólafur Darri.Þannig að það gæti verið að enn frekari hækkanir ættu eftir að koma inn út af launabreytingunum?„Ég vona ekki, vegna þess að launabreytingarnar einar og sér skýra á engan hátt þær miklu verðbreytingar sem sumir birgjar hafa verið að boða,“ segir Ólafur Darri.
Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira