Viðskipti innlent

Undirbúa byggingu kláfs upp á topp Esjunnar

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
„Við færumst alltaf nær og nær þessu,“ segir Arnþór Þórðarson framkvæmdastjóri Esjuferða. Fyrirtækið hefur unnið að því undanfarin tvö ár að kanna hvort grundvöllur sé fyrir því að byggja kláf sem ferjaði fólk upp á Esjuna. Arnþór var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun

„Hugmyndin er ekki ný af nálinni en þegar hún kom fyrst upp voru aðstæður allt aðrar. Í seinni tíð hefur ferðamönnum fjölgað gífurlega og Íslendingum einnig og við metum það svo að nú sé kominn ágætis grundvöllur til að starfrækja kláfinn.

Að undanförnu hefur hópurinn safnað veðurupplýsingum á Esjunni á þremur stöðum. Er þá meðal annars verið að mæla vinda- og skýjafar bæði í fjallshlíðunum sem og á toppi þess.

„Við erum með nokkuð skýra hugmynd um hvaða leið yrði fyrir valinu en við eigum eftir að fá lóðum úthlutað frá ríkinu. Einnig eiga skipulagsyfirvöld eftir að samþykkja hugmyndirnar en það allt er í ferli.“

Ráðgert er að framkvæmdin komi til með að kosta um þrjá milljarða króna en ekki er vitað hvenær væri hægt að setja kláfinn í gang. Slíkt veltur á afgreiðslu lóðaúthlutuna og breytinga á skipulagi.

„Við finnum fyrir miklum áhuga frá hópi fjárfesta, til dæmis hjá bönkunum,“ segir Arnþór en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×