Viðskipti innlent

Nýskráning einkahlutafélaga eykst milli ára

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Mest fjölgun er í nýskráningum í byggingaiðnaði.
Mest fjölgun er í nýskráningum í byggingaiðnaði. vísir/vilhelm
Fjölgun var í nýskráningum einkahlutafélaga síðustu tólf mánuði samanborið við síðustu tólf mánuði þar á undan. Aukningin nemur 12%. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofunni.

Alls voru 2.165 ný félög skráð á tímabilinu en mest er fjölgunin í byggingastarfssemi og mannvirkjagerð en þar jókst nýskráning um 47%. Fast á hæla byggingariðnaðarins fylgir nýskráning fyrirtækja í sérfræðilegri, vísindalegri og tæknilegri starfssemi en þar jukust nýskráningar um 46%.

Á sama tíma og nýskráningum hefur fjölgað þá hafa gjaldþrot dregist saman um 9% á sama tímabili. Alls voru 776 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta á tímabilinu. Gjaldþrotum í flokknum flutningar og geymsla hefur fækkað mest eða um 18% á síðustu mánuðum. Hins vegar hafa gjaldþrot í sérfræðilegri, vísindalegri og tæknilegri starfssemi aukist um 26%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×