Viðskipti innlent

Hagnaður AUÐAR I 560 milljónir króna

Auður I á meðal annars hlut í Ölgerðinni
Auður I á meðal annars hlut í Ölgerðinni
Framtakssjóðurinn AUÐUR I, sem rekinn er af Virðingu skilaði 560 milljóna króna hagnaði á árinu 2014.

Heildareignir sjóðsins í árslok námu 3.470 milljónum króna og jukust um rúmlega 20% á milli ára að teknu tilliti til sölu á hlut sjóðsins í Securitas og annarra endurgreiðslna á árinu.



„Eignasafn AUÐAR I er sterkt og fjölbreytt og hefur sjóðurinn skilað fjárfestum góðri ávöxtun frá upphafi. AUÐUR I seldi sína fyrstu eign í fyrra með sölu á 20% hlut í Securitas með mjög góðri ávöxtun auk þess sem sum félög sjóðsins náðu sínum besta rekstrarárangri frá upphafi,“ segir Baldur Már Helgason, framkvæmdastjóri AUÐAR I í tilkynningu til fjölmiðla.

Baldur segir jafnframt að sameining Tals og 365 Miðla hafi verið mikilvæg fyrir sjóðinn og ljóst að væntingar starfsmanna Virðingar til samrunans séu að ganga eftir.

Ávöxtun sjóðsins hefur verið um 9,5 prósent á ári frá upphafi.  Sjóðurinn á hlut í 6 rekstrarfélögum og eru hlutir í Ölgerðinni, Já upplýsingaveitum og Íslenska Gámafélaginu stærstu eignir sjóðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×