SPRON-málið: „Engar vísbendingar um að brot hafi yfir höfuð átt sér stað“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. júní 2015 13:01 Frá aðalmeðferð málsins fyrr í þessum mánuði. vísir/gva Óttar Pálsson, verjandi Rannveigar Rist sem sýknuð var af ákæru um umboðssvik í morgun, segir í samtali við Vísi að niðurstaða héraðsdóms í málinu sé ánægjuleg og í samræmi við það sem lagt var upp með. Fyrrverandi forstjóri SPRON og fjórir fyrrum stjórnarmenn sjóðsins voru ákærð fyrir umboðssvik vegna tveggja milljarða króna peningamarkaðsláns sem SPRON lánaði Exista þann 30. september 2008. Fimmmenningarnir voru allir sýknaðir fyrir dómi í dag. Páll Rúnar M. Kristjánsson, verjandi Margrétar Guðmundsdóttur sem sat í stjórn SPRON, segir að dómurinn komi ekki á óvart. Hann sé afdráttarlaus og meðal annars hafi ekkert komið fram í málinu sem bendi til þess að ekki hafi verið aflað nægjanlegra upplýsinga um Exista. Þvert á móti segir dómurinn að hið gagnstæða eigi við og að stjórnin hafi byggt á nýjustu og bestu upplýsingum sem völ var á þegar lánið var veitt.Engin skilyrði sakfellingar til staðar „Það er því ekki þannig að það skorti upp á að eitthvað teljist sannað í málin og að það ráði niðurstöðunni, þvert á móti finnur dómurinn engar vísbendingar um að brot hafi yfir höfuð átt sér stað. Dómurinn fellur því ekki á skorti á sönnun sem slíkri heldur öllu fremur á því að nákvæmlega engin skilyrði sakfellingar séu til staðar. Ekki eitt einasta,“ segir Páll. Hann segist ekki eiga von á því að málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar en bendir jafnframt á að það séu aðrir sem taki ákvörðun um það. Aðspurður hvort hann vilji eitthvað segja um málatilbúnað sérstaks saksóknara vegna málsins segir Páll: „Nei. Það væri ósanngjarnt að beina einhverjum gífuryrðum að Sérstökum saksóknara vegna þessa máls. Þar vinnur gott, heiðarlegt og hæft fólk sem er að gera sitt besta og vinnur mikilvægt starf í þágu samfélagsins.“ Tengdar fréttir Yfir 30 milljónir falla á ríkið vegna SPRON-málsins Fimmmenningarnir í SPRON-málinu voru allir sýknaðir og þá fellur allur málskostnaður á ríkið. 25. júní 2015 10:55 Öll sýknuð í SPRON-málinu Fyrrverandi forstjóri SPRON og fjórir fyrrverandi stjórnarmenn sparisjóðsins voru sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag af ákæru um umboðssvik. 25. júní 2015 10:00 Allar niðurstöður í dómnum hafa fordæmisgildi fyrir sérstakan saksóknara Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að embættið sé nú að fara yfir sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur í SPRON-málinu sem féll í dag. 25. júní 2015 12:13 Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
Óttar Pálsson, verjandi Rannveigar Rist sem sýknuð var af ákæru um umboðssvik í morgun, segir í samtali við Vísi að niðurstaða héraðsdóms í málinu sé ánægjuleg og í samræmi við það sem lagt var upp með. Fyrrverandi forstjóri SPRON og fjórir fyrrum stjórnarmenn sjóðsins voru ákærð fyrir umboðssvik vegna tveggja milljarða króna peningamarkaðsláns sem SPRON lánaði Exista þann 30. september 2008. Fimmmenningarnir voru allir sýknaðir fyrir dómi í dag. Páll Rúnar M. Kristjánsson, verjandi Margrétar Guðmundsdóttur sem sat í stjórn SPRON, segir að dómurinn komi ekki á óvart. Hann sé afdráttarlaus og meðal annars hafi ekkert komið fram í málinu sem bendi til þess að ekki hafi verið aflað nægjanlegra upplýsinga um Exista. Þvert á móti segir dómurinn að hið gagnstæða eigi við og að stjórnin hafi byggt á nýjustu og bestu upplýsingum sem völ var á þegar lánið var veitt.Engin skilyrði sakfellingar til staðar „Það er því ekki þannig að það skorti upp á að eitthvað teljist sannað í málin og að það ráði niðurstöðunni, þvert á móti finnur dómurinn engar vísbendingar um að brot hafi yfir höfuð átt sér stað. Dómurinn fellur því ekki á skorti á sönnun sem slíkri heldur öllu fremur á því að nákvæmlega engin skilyrði sakfellingar séu til staðar. Ekki eitt einasta,“ segir Páll. Hann segist ekki eiga von á því að málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar en bendir jafnframt á að það séu aðrir sem taki ákvörðun um það. Aðspurður hvort hann vilji eitthvað segja um málatilbúnað sérstaks saksóknara vegna málsins segir Páll: „Nei. Það væri ósanngjarnt að beina einhverjum gífuryrðum að Sérstökum saksóknara vegna þessa máls. Þar vinnur gott, heiðarlegt og hæft fólk sem er að gera sitt besta og vinnur mikilvægt starf í þágu samfélagsins.“
Tengdar fréttir Yfir 30 milljónir falla á ríkið vegna SPRON-málsins Fimmmenningarnir í SPRON-málinu voru allir sýknaðir og þá fellur allur málskostnaður á ríkið. 25. júní 2015 10:55 Öll sýknuð í SPRON-málinu Fyrrverandi forstjóri SPRON og fjórir fyrrverandi stjórnarmenn sparisjóðsins voru sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag af ákæru um umboðssvik. 25. júní 2015 10:00 Allar niðurstöður í dómnum hafa fordæmisgildi fyrir sérstakan saksóknara Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að embættið sé nú að fara yfir sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur í SPRON-málinu sem féll í dag. 25. júní 2015 12:13 Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Sjá meira
Yfir 30 milljónir falla á ríkið vegna SPRON-málsins Fimmmenningarnir í SPRON-málinu voru allir sýknaðir og þá fellur allur málskostnaður á ríkið. 25. júní 2015 10:55
Öll sýknuð í SPRON-málinu Fyrrverandi forstjóri SPRON og fjórir fyrrverandi stjórnarmenn sparisjóðsins voru sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag af ákæru um umboðssvik. 25. júní 2015 10:00
Allar niðurstöður í dómnum hafa fordæmisgildi fyrir sérstakan saksóknara Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að embættið sé nú að fara yfir sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur í SPRON-málinu sem féll í dag. 25. júní 2015 12:13
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun