Viðskipti innlent

Hreiðar, Sigurður og Ingólfur dæmdir

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Ingólfur Helgason voru allir ákærðir í markaðsmisnotkunarmálinu.
Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Ingólfur Helgason voru allir ákærðir í markaðsmisnotkunarmálinu. vísir
Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var ekki gerð frekari refsing umfram dóminn sem hann hlaut í Al Thani-málinu vegna markaðsmisnotkunarmálsins svokallaða. Dómur í málinu var kveðinn upp í dag en Hreiðar hafði áður verið dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir Al Thani-málið.

Click here for an English version

Samanlögð refsing Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings, fyrir sína aðild að markaðsmisnotkunarmálinu og Al Thani-málinu er fangelsi í fimm ár, fjögur ár fyrir Al Thani-viðskiptin og svo bættist eitt ár við vegna málsins sem dæmt var í í dag.

Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi, var dæmdur í fangelsi í fjögur og hálft ár fyrir markaðsmisnotkunarmálið en hann var ekki á meðal ákærðu í Al Thani málinu.

Þremenningarnir voru allir ákærðir fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik.

Magnús Guðmundsson, sem var forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, var einnig ákærður fyrir umboðssvik en ákveðnum hlutum ákærunnar á hendur honum var vísað frá dómi. Var hann sýknaður af þeim ákæruliðum sem stóðu eftir.

Bjarki Diego, sem sat í lánanefnd Kaupþings, var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir umboðssvik.

Einar Pálmi Sigmundsson, sem var forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings, hlaut tveggja ára skilorðsbundinn dóm. Pétur Kristinn Guðmarsson og Birnir Sær Björnsson, starfsmenn eigin viðskipta, hlutu 18 mánaða skilorðsbundinn dóm.

Þá var Björk Þórarinsdóttir sem sat í lánanefnd bankans sýknuð af ákæru um umboðssvik.


Tengdar fréttir

Hverjir eru hvar í Kaup­þings­réttar­höldunum?

Ingólfur Helgason er eini sakborningurinn sem setið hefur alla aðalmeðferðina. Sigurður Einarsson kom í hálfan dag og starfsmennirnir "á gólfinu” létu ekki sjá sig þegar topparnir gáfu skýrslu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×