Viðskipti innlent

Já-bíllinn á ferðinni næstu daga

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Á árinu 2013 keyrði Já-bíllinn vítt og breytt um landið og myndaði um 4 milljónir mynda í ferðinni.
Á árinu 2013 keyrði Já-bíllinn vítt og breytt um landið og myndaði um 4 milljónir mynda í ferðinni. Mynd/aðsend
Já-bíllinn er á götum höfuðborgarinnar þessa dagana að mynda verslunar- og þjónustuhverfi meðal annars í miðbænum og Skeifunni fyrir Já 360° kortavefinn.

Jafnframt er verið að taka myndir í nýbyggðum hverfum og þar sem miklar breytingar hafa átt sér stað.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að myndatökurnar séu til að viðhalda uppfærslu og þróun kortavefsins. Enn fremur er verið að mynda þær götur sem urðu eftir árið 2013 auk þess er keyrt eftir ábendingum notenda sem er mikilvægt í þróun lausnarinnar.




„Já hefur boðið upp á 360°kortavefinn frá árinu 2013 og hefur þjónustan reynst mjög vel. Við höfum þróað hana í samvinnu við notendur og viðskiptavini. Fyrir utan götumyndir er einnig hægt að skoða 360°myndir innandyra hjá fyrirtækjum. Þannig geta neytendur séð hvað er í boði hjá fyrirtækjum og þjónustuaðilum,” segir Telma Eir Aðalsteinsdóttir verkefnastjóri hjá Já í tilkynningunni.  



Já-bíllinn verður á ferðinni á höfuðborgarsvæðinu næstu þrjár vikurnar. Á árinu 2013 keyrði Já-bíllinn vítt og breytt um landið og myndaði um 4 milljónir mynda í ferðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×