Viðskipti innlent

Fossar orðið verðbréfafyrirtæki

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Haraldur Þórðarson framkvæmdastjóri Fossa.
Haraldur Þórðarson framkvæmdastjóri Fossa.
Fossar markaðir ehf. hefur fengið starfsleyfi Fjármálaeftirlitsins sem verðbréfafyrirtæki á grundvelli laga um fjármálafyrirtæki. Aukið starfsleyfi gerir Fossum mörkuðum kleift að veita viðskiptavinum sínum víðtækari þjónustu en áður og er liður í að efla starfsemi fyrirtækisins.

„Við hjá Fossum stefnum að því að vera leiðandi og óháður þjónustuaðili á fjármálamarkaði hér á landi. Þetta er því mikilvægur áfangi fyrir okkur í uppbyggingu fyrirtækisins,” segir Haraldur Þórðarson, framkvæmdastjóri Fossa, í tilkynningu. Hann segir að með leyfinu geti félagið nú veitt viðskiptavinum sínum fjölbreyttari þjónustu, meðal annars vörsluþjónustu og fjárfestingarráðgjöf.

Fossar markaðir hóf starfsemi í apríl á þessu ári. Félagið er með skrifstofur á Seljavegi 2 í Reykjavík og þar starfa sex starfsmenn. Eigendur Fossa markaða eru Haraldur Þórðarson, Steingrímur Arnar Finnsson, Sigurbjörn Þorkelsson og Aðalheiður Magnúsdóttir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×