Enski boltinn

Zola: Sé United ekki vinna deildina á næstu leiktíð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Zola brosir.
Zola brosir. vísir/getty
Gianfranco Zola, fyrrum framherji Chelsea og ítalska landsliðsins, segist ekki sjá Manchester United vera með nægilega öflugt lið á næsta tímabili til þess að berjast um enska meistaratititilinn.  

„Ég veit að Chelsea verða sterkir, ég er í engum vafa með það. Ég held að spurningin sé ekki hvað Chelsea getur gert heldur hvað geta önnur lið gert til að veita þeim samkeppni,” sagði Zola í samtali við Sky Sports sjónvarpsstöðina.

„Chelsea verða sterkir. Það er mjög mikilvægt að lið eins og City, Arsenal og United bæti spilamennsku sína. City verða sterkir, en ég er að væntast til meiru af Arsenal.”

Þessi magnaði framherji á árum áður hreifst af leik Arsenal á síðasta tímabili og væntir þess og vonar að þeir haldi áfram sama dampi og undir lok síðustu leiktíðar.

„Mér fannst Arsenal vera frábærir síðari hluta tímabils. Þeir bættu varnarleikinn sem var ekki þeirra sterkasti hlutur. Ef þeir halda þessum gæðum út næsta tímabil, í lengri tíma en þeir gerðu í ár þá verða þeir mjög, mjög samkeppnishæfir.”

„Við vitum hvað býr í United. Punkturinn er að ég veit ekki hvort þeir geti stigið upp og bætt leik sinn frá síðasta tímabili. Þeir verða góð samkeppni við Chelsea, en ég held að City og Arsenal verði betur í stakk búin til þess að gera atlögu,” sagði Zola.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×