Seðlabankinn varar ríkisstjórnina við of mikilli útgjaldaukningu ingvar haraldsson skrifar 10. júní 2015 11:02 Már Guðmundsson seðlabankastjóri. vísir/vilhelm Peningastefnunefnd Seðlabankans varar stjórnvöld við því að skapa of mikla þenslu í hagkerfinu með vexti ríkisútgjalda. Verði það raunin gæti Seðlabankinn þurft að bregðast við. Í yfirlýsingu er bent á að aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að liðka fyrir kjarasamningum séu ófjármagnaðar og munu auka ríkisútgjöld og draga úr skatttekjum. Þær muni að öðru óbreyttu í draga úr aðhaldi í ríkisfjármálum. Tekjur ríkisins af nauðasamningum slitabúa föllnu bankanna gætu numið 500 til 700 milljörðum króna að mati Sigurðar Hannessonar, varaformanns framkvæmdahóps um afnám hafa, líkt og fram kom í Markaðnum í dag. Seðlabankinn varar við því að því fé verði með þeim hætti að það muni auka á spennu í þjóðarbúskapnum með því að virkja peningamagn sem hingað til hafi verið óvirkt. „Peningastefnunefndin mun fylgjast grannt með framvindunni og grípa til viðeigandi aðgerða til mótvægis ef þörf krefur,“ segir í yfirlýsingu nefndarinnar. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði þó á fundi þar sem vaxtákvörðun nefndarinnar var rökstudd að ekki væri ástæða til að ætla annað en að það fé sem kynni að falla ríkissjóði í skaut við losun hafta yrði nýtt til að grynnka á skuldum ríkisins. Engu síður myndi Seðlabankinn fylgjast vel með þróun mála áfram. Óákveðið hve mikið verður hækkað næst Seðlabankinn hækkaði stýrivexti um 0,5 prósentustig í 5 prósent í morgun. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar kom einnig fram að von væri á frekari vaxtahækkunum í ágúst og á næstu misserum til að viðhalda verðstöðugleika. Már sagði á fundi að hve miklar hækkanirnar yrðu og á hvaða tímapunkti þær kæmu fram myndi m.a. velt á að hve miklu leyti launahækkanir í nýlegum kjarasamningum myndu skila sér út í verðlag og hve miklar launahækkanir yrði samið um í kjaraviðræðum sem enn standa yfir. Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabankans varar stjórnvöld við því að skapa of mikla þenslu í hagkerfinu með vexti ríkisútgjalda. Verði það raunin gæti Seðlabankinn þurft að bregðast við. Í yfirlýsingu er bent á að aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að liðka fyrir kjarasamningum séu ófjármagnaðar og munu auka ríkisútgjöld og draga úr skatttekjum. Þær muni að öðru óbreyttu í draga úr aðhaldi í ríkisfjármálum. Tekjur ríkisins af nauðasamningum slitabúa föllnu bankanna gætu numið 500 til 700 milljörðum króna að mati Sigurðar Hannessonar, varaformanns framkvæmdahóps um afnám hafa, líkt og fram kom í Markaðnum í dag. Seðlabankinn varar við því að því fé verði með þeim hætti að það muni auka á spennu í þjóðarbúskapnum með því að virkja peningamagn sem hingað til hafi verið óvirkt. „Peningastefnunefndin mun fylgjast grannt með framvindunni og grípa til viðeigandi aðgerða til mótvægis ef þörf krefur,“ segir í yfirlýsingu nefndarinnar. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði þó á fundi þar sem vaxtákvörðun nefndarinnar var rökstudd að ekki væri ástæða til að ætla annað en að það fé sem kynni að falla ríkissjóði í skaut við losun hafta yrði nýtt til að grynnka á skuldum ríkisins. Engu síður myndi Seðlabankinn fylgjast vel með þróun mála áfram. Óákveðið hve mikið verður hækkað næst Seðlabankinn hækkaði stýrivexti um 0,5 prósentustig í 5 prósent í morgun. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar kom einnig fram að von væri á frekari vaxtahækkunum í ágúst og á næstu misserum til að viðhalda verðstöðugleika. Már sagði á fundi að hve miklar hækkanirnar yrðu og á hvaða tímapunkti þær kæmu fram myndi m.a. velt á að hve miklu leyti launahækkanir í nýlegum kjarasamningum myndu skila sér út í verðlag og hve miklar launahækkanir yrði samið um í kjaraviðræðum sem enn standa yfir.
Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun