Viðskipti innlent

Laun opinberra starfsmanna hækkað meira en á almenna markaðnum

SUNNA KAREN SIGURÞÓRSDÓTTIR skrifar
Skrifstofufólk hækkaði mest í launum en iðnaðarmenn minnst.
Skrifstofufólk hækkaði mest í launum en iðnaðarmenn minnst. vísir/stefán
Meðalhækkun launa landsmanna á síðasta ári, frá fyrsta ársfjórðungi 2014 fram til fyrsta ársfjórðungs 2015, var 5,9 prósent sem gaf að meðaltali 5,8 prósenta kaupmáttaraukningu á því tímabili. Minnst var launahækkunin á almenna vinnumarkaðnum eða 4,6 prósent.

Þá var hækkun hjá opinberum starfsmönnum rúmlega tvöfalt meiri eða 9,4 prósent. Þar af hækkuðu laun ríkisstarfsmanna um 7,4 prósent og laun starfsmanna sveitarfélaga um 11,8 prósent og kaupmáttur þeirra jókst um 11,4 prósent á tímabilinu. Þetta kemur fram í nýrri hagsjá Landsbankans.

Munur á starfsstéttum

Þar segir að töluverður munur sé á starfsstéttum. Skrifstofufólk hafi hækkað mest í launum og iðnaðarmenn minnst. Tæknar og sérmenntað fólk hafi aftur á móti hækkað mest frá fyrsta ársfjórðungi 2014 til sama tíma 2015. Aftur hafi iðnaðarmenn hækkað minnst og stjórnendur næstminnst á báðum tímabilum.

Í hagsjáinni segir jafnframt að launa- og kaupmáttaþróun á síðasta ári hafi verið launþegum almennt verulega hagstæð og því sé umræða í kringum nýgerða kjarasamninga töluvert á skjön við þá staðreynd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×