Viðskipti innlent

Mokveiði fyrir vestan

Viktoría Hermannsdóttir skrifar
Veiðin hefur verið svo góð undanfarna daga að dæmi eru um að menn hafi verið að draga inn dagskammt á einum og hálfum tíma, ef veður er gott og þeir komast langt frá landi. Við fylgdumst í morgun með löndun strandveiðibátsins Jagger sem gerir út frá Bolungarvík. Báturinn kom að landi um níu í morgun en þá þegar höfðu þeir veitt dagskammtinn.

„Ég held að það sé mjög mikið af fiski, allar fjörur fullar af fiski, það hefur ekki verið í mörg ár,“ segir Benedikt Sigurðsson sjómaður.

Vont veður setti strik í reikninginn fyrir veiðarnar í maí en það hefur lagast til hins betra undanfarið og sjómenn notið góðs af því.Þar sem veiði hefur verið mikil undanfarið þá saxast verulega á kvótaúthluun á svæðinu til strandveiða og gera má ráð fyrir að veiði í júní ljúki fljótlega.

„Þetta er mjög góður fiskur, hann er fullur af síli. Þetta eru svona 10-12 kílóa fiskar.“

Hann er fullur af síli þannig að við eigum von á makríl? „Alveg örugglega, alveg pottþétt,“ segir Benedikt. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×