Viðskipti innlent

Ráðin samskiptastjóri Íslandsbanka

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Edda Hermannsdóttir.
Edda Hermannsdóttir. mynd/íslandsbanki
Edda Hermannsdóttir hefur verið ráðin samskiptastjóri Íslandsbanka. Hún mun bera ábyrgð á samskiptum og upplýsingagjöf bankans til fjölmiðla sem og samfélagsstefnu bankans, að því er segir í tilkynningu.

 

Edda hefur starfað sem blaðamaður á Viðskiptablaðinu frá því 2012 og verið aðstoðarritstjóri blaðsins frá 2014. Auk þess hefur hún starfað við dagskrárgerð, meðal annars sem stjórnandi Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, hjá Ríkisútvarpinu frá 2011 til 2013.

Edda er hagfræðingur frá Háskóla Íslands. Þá situr hún í stjórn Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Hún mun hefja störf hjá bankanum 18. júní næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×