Íslandsbanki og Landsbankinn hækka óverðtryggða vexti ingvar haraldsson skrifar 1. júní 2015 14:46 Landsbankinn og Íslandsbanki hafa hækkað vexti óverðtryggðra lána. vísir Bæði Landsbankinn og Íslandsbanki hafa hækkað vexti óverðtryggðra lána að undanförnu. Landsbankinn reið á vaðið þann 26. maí síðastliðinn og hækkaði vexti óverðtryggðra íbúðalána til þriggja og fimm ára og fasta vexti bílalána til þriggja ára um 0,3 prósentustig. Þá voru innlánsvextir óverðtryggðra fastvaxtareikninga til tveggja ára hjá Landsbankanum hækkaðir 0,2 prósentustig og vextir á bundnum reikningum til þriggja og fimm ára hækkaðir 0,3 prósentustig. Segir hækkunina vegna hærri vaxta á skuldabréfamarkaði Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans segir hækkunin tengjast þeirri þróun sem orðið hafi á markaði undanfarna mánuði.Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans segir vaxtahækkun óverðtryggðra lána skýrast af stöðunni á markaði.vísir/daníel„Við breyttum síðast vöxtunum í desember. Við erum bara að taka lítinn hluta af þeim hækkunum sem orðið hafa á skuldabréfamarkaði í millitíðinni. Síðan taka vextir mið af stýrivöxtum. Seðlabankinn tilkynnti við síðustu vaxtaákvörðun sína að hann myndi hækka vexti í júní ef kjarasamningar yrðu ekki skynsamlegir. Nú kemur það síðan í ljós hvað þeir gera,“ segir Kristján. Kristján bætir við að eftir sé að samþykkja þá kjarasamninga sem skrifað var undir í síðustu viku auk þess að stórir hópar launamanna eigi enn eftir að semja um kaup og kjör. „Það er ákveðin áhætta,“ segir hann. „Svo er náttúrulega fram undan afnám fjármagnshafta. Allt mun þetta hafa þau áhrif að ýta undir verðbólgu,“ segir Kristján og bendir sem dæmi á verðbólguspá Íslandsbanka sem kynnt var í síðustu viku þar sem því var spáð að verðbólga á þessu ári yrði 1,9 prósent en svo hækka í 3,6 prósent árið 2016 og í 3,7 prósent árið 2017.Sjá einnig: Íslandsbanki spáir hraðri hækkun stýrivaxta „Það hefur verið mikill þrýstingur upp á við á vexti á fjármagnsmarkaði. Þetta er nú svona viðurkenning á þeirri stöðu,“ segir Kristján.Íslandsbanki hækkar vexti útlána en ekki innlána Íslandsbanka hækkaði vexti óverðtryggðra húsnæðislána með fasta vexti í dag, 1. júní samkvæmt upplýsingum frá bankanum. Lán með föstum vöxtum til þriggja ára hækka um 0,30 prósentustig en lán með föstum vöxtum til fimm ára hækka um 0,40 prósentustig. Vextir innlána hjá bankanum hafa ekki verið hækkaðir líkt og gert var hjá Landsbankanum. Ástæða hækkunarinnar hjá Íslandsbanka er sögð vera umtalsverð hækkun á ávöxtunarkröfu óverðtryggðra fastra vaxta á markaði sem leiði af sér hærri fjármagnskostnað fyrir bankann.Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion banka, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um vaxtahækkanir.mynd/arion bankiArion banki ekki tekið ákvörðun um vaxtahækkanir Arion banki hyggst ekki að svo stöddu elta hina bankana í vaxtahækkunum. „Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um vaxtahækkun hjá okkur,“ segir Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion banka, en bætir við að áfram verði fylgst vel með þróun á markaði. Haraldur segir að síðast hafi orðið breyting á óverðtryggðum vöxtum hjá bankanum í desember þegar vextirnir voru lækkaðir. Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Samstarf Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Bæði Landsbankinn og Íslandsbanki hafa hækkað vexti óverðtryggðra lána að undanförnu. Landsbankinn reið á vaðið þann 26. maí síðastliðinn og hækkaði vexti óverðtryggðra íbúðalána til þriggja og fimm ára og fasta vexti bílalána til þriggja ára um 0,3 prósentustig. Þá voru innlánsvextir óverðtryggðra fastvaxtareikninga til tveggja ára hjá Landsbankanum hækkaðir 0,2 prósentustig og vextir á bundnum reikningum til þriggja og fimm ára hækkaðir 0,3 prósentustig. Segir hækkunina vegna hærri vaxta á skuldabréfamarkaði Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans segir hækkunin tengjast þeirri þróun sem orðið hafi á markaði undanfarna mánuði.Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans segir vaxtahækkun óverðtryggðra lána skýrast af stöðunni á markaði.vísir/daníel„Við breyttum síðast vöxtunum í desember. Við erum bara að taka lítinn hluta af þeim hækkunum sem orðið hafa á skuldabréfamarkaði í millitíðinni. Síðan taka vextir mið af stýrivöxtum. Seðlabankinn tilkynnti við síðustu vaxtaákvörðun sína að hann myndi hækka vexti í júní ef kjarasamningar yrðu ekki skynsamlegir. Nú kemur það síðan í ljós hvað þeir gera,“ segir Kristján. Kristján bætir við að eftir sé að samþykkja þá kjarasamninga sem skrifað var undir í síðustu viku auk þess að stórir hópar launamanna eigi enn eftir að semja um kaup og kjör. „Það er ákveðin áhætta,“ segir hann. „Svo er náttúrulega fram undan afnám fjármagnshafta. Allt mun þetta hafa þau áhrif að ýta undir verðbólgu,“ segir Kristján og bendir sem dæmi á verðbólguspá Íslandsbanka sem kynnt var í síðustu viku þar sem því var spáð að verðbólga á þessu ári yrði 1,9 prósent en svo hækka í 3,6 prósent árið 2016 og í 3,7 prósent árið 2017.Sjá einnig: Íslandsbanki spáir hraðri hækkun stýrivaxta „Það hefur verið mikill þrýstingur upp á við á vexti á fjármagnsmarkaði. Þetta er nú svona viðurkenning á þeirri stöðu,“ segir Kristján.Íslandsbanki hækkar vexti útlána en ekki innlána Íslandsbanka hækkaði vexti óverðtryggðra húsnæðislána með fasta vexti í dag, 1. júní samkvæmt upplýsingum frá bankanum. Lán með föstum vöxtum til þriggja ára hækka um 0,30 prósentustig en lán með föstum vöxtum til fimm ára hækka um 0,40 prósentustig. Vextir innlána hjá bankanum hafa ekki verið hækkaðir líkt og gert var hjá Landsbankanum. Ástæða hækkunarinnar hjá Íslandsbanka er sögð vera umtalsverð hækkun á ávöxtunarkröfu óverðtryggðra fastra vaxta á markaði sem leiði af sér hærri fjármagnskostnað fyrir bankann.Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion banka, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um vaxtahækkanir.mynd/arion bankiArion banki ekki tekið ákvörðun um vaxtahækkanir Arion banki hyggst ekki að svo stöddu elta hina bankana í vaxtahækkunum. „Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um vaxtahækkun hjá okkur,“ segir Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion banka, en bætir við að áfram verði fylgst vel með þróun á markaði. Haraldur segir að síðast hafi orðið breyting á óverðtryggðum vöxtum hjá bankanum í desember þegar vextirnir voru lækkaðir.
Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Samstarf Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira