Viðskipti innlent

Verkföll bitna á rekstri Haga

ingvar haraldsson skrifar
Verkföll hafa komið illa við rekstur Haga.
Verkföll hafa komið illa við rekstur Haga. vísir/valli
 Verkföll sem staðið hafa undanfarnar vikur munu hafa neikvæð áhrif á rekstur Haga að því er kemur fram í afkomutilkynningu frá fyrirtækinu. Búist er við því að hagnaður verði 15 prósentum lægri á fyrsta ársfjórðungi þessa árs miðað við í fyrra.

„Vöruskortur á mikilvægum vöruflokkum, eins og kjúklingi, svínakjöti, nautakjöti og fleirum, hefur haft nokkur áhrif á rekstur félagsins á tímabilinu,“ segir í tilkynningunni.

Því sé ljóst að áhrif verkfalla og kostnaðarauki vegna kjarasamninga muni hafa áhrif á rekstrarniðurstöðu fyrsta ársfjórðungs Haga, sem lokið hafi um síðustu mánaðamót.

„Það er von félagsins að fljótlega takist að ljúka öllum samningum á vinnumarkaði, þannig að framangreind neikvæð áhrif séu til skamms tíma,“ segir í tilkynningunni að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×