Viðskipti innlent

Fullt út úr dyrum við opnun Hamborgarbúllunnar í Malmö

ingvar haraldsson skrifar
Langar raðir mynduðust fyrir utan Hamborgarbúlluna í Malmö þegar hún opnaði á fimmtudaginn.
Langar raðir mynduðust fyrir utan Hamborgarbúlluna í Malmö þegar hún opnaði á fimmtudaginn. mynd/hamborgarabúllan
Íbúar Malmö virðast hafa tekið Hamborgarbúllu Tómasar opnum örmum því fullt hefur verið út úr dyrum frá því að nýr staður hamborgarakeðjunnar opnaði í borginni á fimmtudaginn síðastliðinn. Þetta segir Öddi Hreinsson, starfsmaður Hamborgarabúllunnar.

Hamborgarbúlla Tómasar, eða Tommi´s Burger Joint eins og hún heitir á erlendri grundu, bauð upp á ókeypis hamborga daginn sem staðurinn opnaði. Áhuginn virtist mikill enda myndaðist löng röð til þess að afgreiðslu.

Öddi segir að stöðunum hafi alls staðar verið vel tekið en Hamborgarbúllan er nú rekin í fimm löndum og mun bráðum opna í því sjötta þegar þrettánda útibú búllunnar muni opna í Osló í Noregi.

Fyrir rekur Hamborgarbúllan sjö staði hér á landi auk staða í London, Berlín og Kaupmannahöfn.

Viðskiptavinir Hamborgarabúllunnar þurftu að bíða lengi eftir hamborgurum.mynd/hamborgarbúllan
Sænska lögreglan fékk líka að bragða á Tommaborgurum.mynd/hamborgarbúllan
Yfir 1400 hamborgar voru afgreiddir fyrsta daginn.mynd/hamborgarbúllan





Fleiri fréttir

Sjá meira


×