Viðskipti innlent

Koma ný inn í stjórn ÍMARK

Atli Ísleifsson skrifar
Hólmfríður Einarsdóttir og Ólafur Nielsen hafa komið ný inn í stjórn ÍMARK.
Hólmfríður Einarsdóttir og Ólafur Nielsen hafa komið ný inn í stjórn ÍMARK. Mynd/ÍMARK
Hólmfríður Einarsdóttir og Ólafur Nielsen hafa komið ný inn í stjórn ÍMARK en aðalfundur félagsins fór fram þann 20. maí síðastliðinn. Guðjón Guðmundsson tók einnig sæti í stjórn ÍMARK fyrr á árinu.

Í tilkynningu frá ÍMARK segir að þau Magnús Hafliðason, Magnús Árnason og Elínborg Valdís Kvaran hafi hætt í stjórn.

Guðjón Guðmundsson er meðeigandi og ráðgjafi hjá Manhattan Marketing, framkvæmdastjóri hjá Einstök Ölgerð ehf. og stundakennari við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.  Guðjón er með Mastersgráðu í International Management frá Thunderbird School of Global Management ásamt B.Sc. Gráðu í Alþjóðamarkaðsfræðu frá Tækniháskóli Íslands. Guðjón starfaði áður hjá Vífilfelli, m.a. sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og á markaðs-og sölusviði.

Hólmfríður Einarsdóttir, viðskiptafræðingur af alþjóðamarkaðssviði frá Háskólanum í Reykjavík. Hólmfríður hefur viðamikla reynslu af markaðsmálum og hefur unnið sem markaðsstjóri undanfarin 16 ár; hjá Kaupþingi, Símanum og nú Íslandsbanka.

Ólafur Nielsen hefur starfað við stafræna vöruþróun og markaðssetningu síðastliðinn áratug. Hann er einn stofnenda hugbúnaðarfyrirtækisins Kolibri þar sem hann starfar sem sölu- og markaðsstjóri. Þar áður var Ólafur framkvæmdastjóri veffyrirtækisins Form5 og vefmarkaðsstjóri WOW air.

Stjórn ÍMARK fyrir starfsárið 2015-2016 er þannig skipuð:

Ásta Pétursdóttir, framkvæmdastjóri ÍMARK

Dr. Friðrik Larsen, formaður stjórnar ÍMARK og lektor við Viðskiptadeild Háskóla Íslands

María Hrund Marinósdóttir, markaðsstjóri VÍS

Kristján Schram, markaðsráðgjafi hjá Íslensku auglýsingastofunni

Guðjón Guðmundsson, meðeigandi og ráðgjafi hjá Manhattan Marketing

Ágústa Hrund Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Sendiráðsins

Hólmfríður Einarsdóttir, markaðsstjóri Íslandsbanka

Ólafur Nielsen, sölu-og markaðsstjóri Kolibri






Fleiri fréttir

Sjá meira


×