Heyri fjárfestar "þetta reddast“ koma þeir aldrei aftur ingvar haraldsson skrifar 5. júní 2015 14:37 Björgvin Skúli Sigurðsson, framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun. vísir/stefán Fái erlendir fjárfestar þau svör að „þetta reddist“ varðandi mögulegar áskoranir við að reisa gagnver hér á landi fara þeir og koma aldrei aftur. Þetta sagði Björgvin Skúli Sigurðsson, framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun á fundi fyrirtækisins um hvað ráði staðsetningu gagnvera í morgun. Phil Schneider, forseti Site Selectors Guild, sem unnið hefur að vali á staðsetningu gagnavera um allan heim sagði Ísland að mörgu leiti vel í stakk búið að taka á móti gagnaverum en þó væru stór atriði sem Íslendingar þyrfti sjálfir að vinna að. Leggja þyrfti mikið upp úr kynningarstarfi á fýsileika Íslands sem kosti fyrir gagnver. Viti fjárfestar lítið sem ekkert um Ísland geri þeir ráð fyrir því versta. Aðrar þjóðir t.d. Svíar hafi farið í skipulagt markaðsstarf til að lokka gagnaver til landsins sem gefið hafi góða raun.Phil Schneider sagði brýnt að Íslendingar kynntu Ísland sem fýsilegan kost fyrir gagnaver.vísir/stefánGagnaverabransinn harður heimur Björgvin sagði að menn eins og Phil sé ekki í neinu góðgerðastarfi. Íslendingar þurfi að hafa öll svör á reiðum höndum vilji þeir fá gagnaver hingað til lands. „Þetta er ansi grimmur bransi og samkeppni sem er í þessum bransa sem hann er í. Það eru aðilar að skoða Ísland og við vitum ekkert að því. Það eru aðilar sem koma hér að spyrja okkur kurteisra spurninga eins og Phil en ef hann fær ekki svörin sem hann vill fer hann og kemur ekkert aftur,“ segir Björgvin. Atriðin þurfi ekki að vera flóknari en hvernig jarðskjálftavirkni á Íslandi sé. Svari menn „þetta reddast“ séu fjárfestarnir flúnir. „Ef þú segir svona: „Þetta reddast“, þá kemur Phil aldrei aftur. Þetta er svarið sem gerir það að verkum að við erum að detta út af þessum listum,“ segir Björgvin.Björgvin sagði brýnt að Íslendingar hefðu svör á reiðum höndum vildu þeir fá gagnver til landsins.vísirÍvilnanir hluti af leiknum Phil sagði brýnt að ríkið veitti ívilnanir til stuðnings við nýfjárfestingar. Hann heyri kvartað yfir slíkum ívilnunum um allan heim. Honum sé sagt að slíkt sé ósanngjörn ríkisaðstoð og gangi gegn hugmyndinni um frjálsan markað. „En svona er virkar leikurinn og þetta eru leikreglurnar,“ segir Phil enda veiti ríki um heim allan slíkar ívilnanir. Þær skapi ábata sé verið að koma með nýtt fé og hefja nýja starfsemi í landinu. Þá þurfi íslenskt stjórnvöld að leggja meira upp úr skjótvirkir stjórnsýslu. Langan tíma taki að taka ákvarðanir og veita leyfi hjá hinu opinbera. Kosturinn sé hins vegar að slíkt sé í höndum Íslendinga sjálfra. Phil bætti við að glugginn sem Íslendingar hefðu til að laða að sér gagnaver yrði ekki opinn um alla framtíð. Íslendingar þyrftu sem fyrst að fara að móta sér stefnu í þessum efnum svo þau myndu ekki dragast aftur úr í samkeppni við önnur ríki.Sjá má fund Landsvirkjunar í morgun í heild sinni hér að neðan. Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Fái erlendir fjárfestar þau svör að „þetta reddist“ varðandi mögulegar áskoranir við að reisa gagnver hér á landi fara þeir og koma aldrei aftur. Þetta sagði Björgvin Skúli Sigurðsson, framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunar hjá Landsvirkjun á fundi fyrirtækisins um hvað ráði staðsetningu gagnvera í morgun. Phil Schneider, forseti Site Selectors Guild, sem unnið hefur að vali á staðsetningu gagnavera um allan heim sagði Ísland að mörgu leiti vel í stakk búið að taka á móti gagnaverum en þó væru stór atriði sem Íslendingar þyrfti sjálfir að vinna að. Leggja þyrfti mikið upp úr kynningarstarfi á fýsileika Íslands sem kosti fyrir gagnver. Viti fjárfestar lítið sem ekkert um Ísland geri þeir ráð fyrir því versta. Aðrar þjóðir t.d. Svíar hafi farið í skipulagt markaðsstarf til að lokka gagnaver til landsins sem gefið hafi góða raun.Phil Schneider sagði brýnt að Íslendingar kynntu Ísland sem fýsilegan kost fyrir gagnaver.vísir/stefánGagnaverabransinn harður heimur Björgvin sagði að menn eins og Phil sé ekki í neinu góðgerðastarfi. Íslendingar þurfi að hafa öll svör á reiðum höndum vilji þeir fá gagnaver hingað til lands. „Þetta er ansi grimmur bransi og samkeppni sem er í þessum bransa sem hann er í. Það eru aðilar að skoða Ísland og við vitum ekkert að því. Það eru aðilar sem koma hér að spyrja okkur kurteisra spurninga eins og Phil en ef hann fær ekki svörin sem hann vill fer hann og kemur ekkert aftur,“ segir Björgvin. Atriðin þurfi ekki að vera flóknari en hvernig jarðskjálftavirkni á Íslandi sé. Svari menn „þetta reddast“ séu fjárfestarnir flúnir. „Ef þú segir svona: „Þetta reddast“, þá kemur Phil aldrei aftur. Þetta er svarið sem gerir það að verkum að við erum að detta út af þessum listum,“ segir Björgvin.Björgvin sagði brýnt að Íslendingar hefðu svör á reiðum höndum vildu þeir fá gagnver til landsins.vísirÍvilnanir hluti af leiknum Phil sagði brýnt að ríkið veitti ívilnanir til stuðnings við nýfjárfestingar. Hann heyri kvartað yfir slíkum ívilnunum um allan heim. Honum sé sagt að slíkt sé ósanngjörn ríkisaðstoð og gangi gegn hugmyndinni um frjálsan markað. „En svona er virkar leikurinn og þetta eru leikreglurnar,“ segir Phil enda veiti ríki um heim allan slíkar ívilnanir. Þær skapi ábata sé verið að koma með nýtt fé og hefja nýja starfsemi í landinu. Þá þurfi íslenskt stjórnvöld að leggja meira upp úr skjótvirkir stjórnsýslu. Langan tíma taki að taka ákvarðanir og veita leyfi hjá hinu opinbera. Kosturinn sé hins vegar að slíkt sé í höndum Íslendinga sjálfra. Phil bætti við að glugginn sem Íslendingar hefðu til að laða að sér gagnaver yrði ekki opinn um alla framtíð. Íslendingar þyrftu sem fyrst að fara að móta sér stefnu í þessum efnum svo þau myndu ekki dragast aftur úr í samkeppni við önnur ríki.Sjá má fund Landsvirkjunar í morgun í heild sinni hér að neðan.
Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira