Secret Solstice býður dýrustu VIP miða í heimi á 26 milljónir króna ingvar haraldsson skrifar 5. júní 2015 16:28 Ósk Gunnarsdóttir, kynningarfulltrúi Secret Solstice, er vongóð um að miðarnir seljist. vísir/stefán/pjetur Íslenska tónlistarhátíðin Secret Solstice er með til sölu dýrustu VIP miða í heimi. Um er að ræða tvo VIP miða sem seldir verða saman á 200 þúsund dollara eða um 26 milljónir íslenska króna. Gera á vel við gestina. Þeir munu gista í fimm herbergja glæsiíbúð í Reykjavík og hafa aðgang að þyrlu sem mun fljúga með gestina hvert sem þeir vilja fara. Þyrlan mun m.a. fljúga með gestina í Bláa lónið þar sem þeir munu fá einkaaðgang að lóninu samkvæmt Ósk Gunnarsdóttur kynningarfulltrúa hátíðarinnar. Auk þess munu báðir miðahafarnir fá aðgang að sínum persónulega aðstoðarmanni sem og einkabílstjóra sem hægt verður að hringja í allan sólarhringinn. Miðahafarnir munu einnig hafa aðgang að 30 metra langra snekkju sem lagt verður í Reykjavíkurhöfn. Einstaklingarnir munu geta haldið einkapartý um borð í snekkjunni, farið í golf eða á „jet ski“ að sögn Óskar. Þá mun kokkur á vegum hátíðarinnar elda ofan í gestina. Vongóð um að miðarnir seljist Miðarnir voru auglýstir til sölu í gær. Ósk segir að aðstandendur hátíðarinnar séu vongóðir um að miðarnir seljist en enginn hafi haft samband enn sem komið er. „Það er svo mikið af fólki þarna úti sem á svo mikið af peningum,“ segir Ósk. „Við bíðum spennt við símann,“ bætir hún við. „Fyrir fólk sem á helling af peningum er þetta einstök upplifun. Að koma til Íslands og vera „trítuð“ eins og konungsfjölskylda og þurfa ekki að pæla í neinu. Við plönum allt fyrir þetta fólk,“ segir hún. Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Íslenska tónlistarhátíðin Secret Solstice er með til sölu dýrustu VIP miða í heimi. Um er að ræða tvo VIP miða sem seldir verða saman á 200 þúsund dollara eða um 26 milljónir íslenska króna. Gera á vel við gestina. Þeir munu gista í fimm herbergja glæsiíbúð í Reykjavík og hafa aðgang að þyrlu sem mun fljúga með gestina hvert sem þeir vilja fara. Þyrlan mun m.a. fljúga með gestina í Bláa lónið þar sem þeir munu fá einkaaðgang að lóninu samkvæmt Ósk Gunnarsdóttur kynningarfulltrúa hátíðarinnar. Auk þess munu báðir miðahafarnir fá aðgang að sínum persónulega aðstoðarmanni sem og einkabílstjóra sem hægt verður að hringja í allan sólarhringinn. Miðahafarnir munu einnig hafa aðgang að 30 metra langra snekkju sem lagt verður í Reykjavíkurhöfn. Einstaklingarnir munu geta haldið einkapartý um borð í snekkjunni, farið í golf eða á „jet ski“ að sögn Óskar. Þá mun kokkur á vegum hátíðarinnar elda ofan í gestina. Vongóð um að miðarnir seljist Miðarnir voru auglýstir til sölu í gær. Ósk segir að aðstandendur hátíðarinnar séu vongóðir um að miðarnir seljist en enginn hafi haft samband enn sem komið er. „Það er svo mikið af fólki þarna úti sem á svo mikið af peningum,“ segir Ósk. „Við bíðum spennt við símann,“ bætir hún við. „Fyrir fólk sem á helling af peningum er þetta einstök upplifun. Að koma til Íslands og vera „trítuð“ eins og konungsfjölskylda og þurfa ekki að pæla í neinu. Við plönum allt fyrir þetta fólk,“ segir hún.
Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun